Briemsættin er stórklikkuð ætt, hækkar vexti og drepur kínverskar flugur

Briemsættin er stórklikkuð ætt. Það verður bara að segja hverja sögu eins og hún er. En sumir eru náttúrlega klikkaðri en aðrir. Þessi gæði ganga í arf en öllum gæðum er misskipt. Enginn sósíalismi í náttúrunni. Og enginn verður snillingur, nema hann sé klikkaður. Það er bara þannig. En til þess þarf maður að vera töluvert mikið öðruvísi en aðrir og það kostar of mikil átök fyrir venjulegt fólk.

Í Briemsættinni eru eingöngu lögfræðingar. Það segir nú ýmislegt. Ættfaðirinn, Gunnlagur Briem frá Brjánslæk á Barðaströnd, sem Briemsnafnið er kennt við, var lögfræðingur og lögfræðin hefur gengið mann fram af manni í ættinni. Og jafn vel fram af manni. Hún gengur því í arf og sá sem er fæddur Briem þarf ekki að stúdera lögfræði. Hann er lögfræðingur og þess vegna dómari, ef hann bara nennir því. Og Briemsættin hefur stjórnað landinu leynt og ljóst í 200 ár. Hún er sparsöm.

Af þessari ætt eru til dæmis Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, Pétur Kr(istján) Hafstein, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra í Rússlandi og Kína. Vinur Pútíns og hálfrar heimsbyggðarinnar. Pétur og Ólafur voru báðir í framboði í forsetakjörinu árið 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti.

Briemsættin gerði þar mistök með því að bjóða fram tvo í einu og nú er gyðingur á Bessastöðum. En það er allt í lagi. Briemsættin getur fyrirgefið ýmislegt. En að sjálfsögðu ekki allt. Það verður að setja einhver takmörk.

Gunnar Hrafn Jónsson, sonur Jónínu Leósdóttur, sem gift er Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, segir í athugasemd hér annars staðar á síðunni:

"Ég veit nú ekkert um olíuhreinsunarstöðvar en Ólaf [Egilsson] þekki ég og hann er mikill snillingur.

Mér rennur seint úr minni að sjá sendiherrann standandi á miðju stofugólfinu í djúpum samræðum við kínverska ráðamenn á meðan hann sveiflaði rafmögnuðum flugnaspaða og grandaði hverri moskítóflugunni á fætur annarri. Það kemur smá blossi og hvellur í hvert skipti sem maður hittir flugu og sökum langra útlima Ólafs var þetta mjög skemmtilegt sjónarspil - en nauðsynlegt að sumarlagi í Pekíng :)"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Heyrðu Steini er Briem-ættin ekki farin að þynnast eitthvað ?

Bara spyr svona því ekki giftast þeir innbyrðis ? Eða hvað...

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún mín Þóra. Briemsættin reynir nú yfirleitt að halda hlutunum innan siðsamlegra marka og rugla saman reitum sínum við fólk af nægilega góðum ættum, til að mynda Hafstein og Thors. Það þyrfti þá mikill losti til að koma, ef bregða ætti út af þessu atriði, en til eru slík dæmi, þó fá séu.

Bendi þér í þessu sambandi á bókina um hana Halldóru Briem, arkitekt í Svíþjóð, dóttur afabróður míns á Akranesi, Framsóknarprests og ráðherra, sem faðir minn ólst upp hjá.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

heldurðu að Gulli Briem húðlemjari frá Messofort sé kannske frændi þinn Steini ... ef svo er þá erum við vinir því allir ættingjar Gulla Briem og nánustu vinir eru vinir mínir. Það er svona átómatískt. Annars gæti ég sagt þér sögur af honum eftilvill frænda þínum sem fengju þig til að dansa af gleði. En það kemur seinna. Heldurðu að sé hægt að nálgast flugnadrápið einhversstaðar?'

Pálmi Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég átti von á því Steini minn að þið væruð siðsamt fólk.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 15:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Helgi minn Briem. Þetta ættir þú nú að vita, náttúrufræðingurinn. Enda bentir þú á það hér nýlega að áfengið hefði verið fundið upp á undan manninum og því óhjákvæmilegt að maðurinn myndi ánetjast því, þó ekki hafi nú verið pláss í Biblíunni til að minnast á þetta atriði. Enda í mörg horn að líta.

Og það er einnig nokkuð ljóst, samkvæmt þessum vísindum öllum, að apar hafa setið á barnum fram á hvern laugardagsmorgun og drukkið frá sér allt vit, löngu áður en maðurinn var fundinn upp.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já, hvar fær kona svona flugnaspaða?

Thelma Ásdísardóttir, 21.4.2008 kl. 15:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pálminn minn. Við Gulli Briem, trommuleikari Mezzoforte (og Íslands í hjáverkum), erum fjórmenningar. Pabbi hans er Gunnlaugur E(ggert) Kristinsson Briem, fyrrverandi yfirsakadómari hér í Reykjavík. Og dóttir Gulla er Aníta Briem, nú leikkona í Hollywood, og áður í Þjóðleikhúsinu. Hún er mikið krútt og góð stelpa, eða stelpha, eins og Erna Þórarins, mamma hennar, myndi segja í Mývatnssveitinni.

Öll Briemsættin er komin út af Gunnlaugi kallinum Briem frá Brjánslæk. Og ætti náttúrlega frekar að heita O'Brian, því Brjánn var skrifað hér Briann, ef ég man rétt.

Gunnar Hrafn Jónsson skrifaði ofannefnda athugasemd við fyrstu færsluna mína hér á Moggablogginu.

Láttu oss öll endilega njóta af þínum sagnabrunni varðandi Gulla Briem. Sagnfræðingarnir mega nú ekki missa af því öllu saman, ekki síst hann Árni Daníel Júlíusson frá Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Hann myndi kannski lagast við það. Hann er dáldið ringlaður ennþá, kallgreyið, eftir að hann fékk L-ið utan á JL-húsinu í kollinn á sér um daginn, Pálminn minn.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 16:01

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einu sinni var talað um að illt væri að vera Briem og vinna ekki til þess. Eigi veit Mosi hvaða ásæður kunna að liggja að baki og sjálfsagt ekki rétt að selja söguna dýrar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.4.2008 kl. 16:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mosi minn. Þetta er einhvern veginn svona, samkvæmt munnmælum og sögusögnum: "Það er hart að heita Briem og hafa ekki til þess unnið". En, eins og ég hef bent hér á, eru nú margir ef Briemsættinni ekki með Briemsnafnið. Sigla í raun undir fölsku flaggi.

En þú sagðir okkur um daginn að passað hefði verið upp á að þú yrðir ekki lögfræðingur, þar sem þú ert ekki af Briemsættinni, Mosinn minn.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 16:19

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Thelma mín. http://www.amazon.com/ELECTRIC-FLY-SWATTER-Insects-Mosquitos/dp/B000EPPFEC

"An electric flyflyfly swatter takes the effective grid element of a bug zapper and combines it with the large surface area and flexibility of a traditional fly swatter. The electric fly swatter receives power from two or three AA-size batteries. Whenever a flying pest is discovered, the owner of the electric fly swatter swipes the air around the insect. The insect should make contact with the grid and die instantly from the electrical shock. Electric fly swatters are very convenient because their owners don't have to be especially stealthy or accurate."

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 16:38

11 identicon

Steini minn, er ekki aaaaðeins of langt gengið að fara að rekja ættir mínar hérna? Ég á mér nú líf utan þess að vera sonur foreldra minna

Varðandi flugnaspaðana þá hefur mig lengi dreymt um að flytja þetta inn og hálfsé eftir að hafa gefið öðrum hugmyndina með þessu innskoti mínu. Eina vandamálið er að þetta er kínversk framleiðsla knúin tveimur RISA batteríum og örugglega stórhættulegt fólki (les: óvitum og kjánum). Ég ætlaði að taka svona með mér heim en klikkaði á því, fæ kannski vin minn til að senda nokkur stykki og athuga hver áhuginn er hér á landi.

 Annað vandamál er að snöggsteiktar flugur lykta ekkert frábærlega :(

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:36

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér eru ættir allra raktar út og suður, Gunnar minn Hrafn. En að sjálfsögðu áttu þér merkilegt líf fyrir utan ættfræðina. Það væri nú annað hvort. En Jóhanna Sigurðar hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér, hún er kona með bein í nefinu, það gefur öllum sögum meira vægi að minnast eitthvað á hana, og ég bið kærlega að heilsa henni næst þegar þú sérð hana.

Ég mæli endilega með að þú prófir að flytja inn svona græjur fyrir sumarið. Íslendingar eru óðir í allt svona fínerí og notagildið er ótvírætt, Gunnar minn Hrafn.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 17:55

13 identicon

Þá er það ákveðið, læt þig fyrstan manna vita þegar þetta kemur til landsins - þar sem þú virðist þekkja áhugasama kaupendur :)

Annars er ég þér auðvitað sammála um Jóhönnu, alveg frábær manneskja sem ég hef lengi haft gaman af að þekkja og er stoltur að telja til fjölskyldu minnar. Fannst þetta bara pínu spes kynning á kommentinu frá mér ;) 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:38

14 identicon

Búinn að hringja í mitt fólk, spaðarnir skulu koma, one way or another! (bara spurning hvernig tollurinn flokkar svona lagað) ;)

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:45

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú!

Eg hélt að nafni frænda míns eins og vinar og næstum því nafni bróður míns líka, væri sonur Jóhönnu og þ.a.l. fóstursonur Jónínu en ekki öfugt!

En hvað segirðu STeini, var frændi þinn olíubröltarinn í forsetaframboði 1996? Get ómögulega munað eftir honum, en Hafstein, Guðrúnar tvær lengst af, drengurinn ríki Ástþór auk stóra mannsins Ólafs Ragnars, voru þarna ´eldlínunni!Guðrún P. heltist reyndar úr lestinni áður en til kosninganna kom og sem frægt varð!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.4.2008 kl. 19:00

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frábært, Gunnar minn Hrafn. Jamm, Jóhanna er alveg stórfín.

Það ætti nú að vera auðvelt að selja Briemsættinni spaðana. Hún hefur til þess bæði peninga og vit. Og peningavit. Ekki spurning.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 19:20

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nú skal ég segja þér fréttir.  Systir mín er gift einum Briemara og hann er ekki lögfæðingur hann er arkitekt.  Hehehhehe  Þessi mágur minn er alveg snilld af manni. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.4.2008 kl. 19:55

18 Smámynd: Gulli litli

Getur tú ekki bedid Briemarana um að lækka bjórinn svo ég geti flutt heim?

Gulli litli, 21.4.2008 kl. 20:16

19 Smámynd: Gulli litli

thad eru nefnilega bara saudatjófar í minni ætt!

Gulli litli, 21.4.2008 kl. 20:19

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gulli minn litli. Ef þú kemur heim og drekkur mikinn bjór, lækkar hann alveg örugglega. Bjarni Harðarson, þingmaður Sunnlendinga, vill að þú komir heim og drekkir mikið af Skjálfta-bjórnum, sem þeir framleiða í hans kjördæmi. Að vísu er mikið af stórneytendum þar, en "the more, the merrier"!

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 20:38

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ían mín. Við Richard Ólafur Briem, arkitekt, erum fjórmenningar. Hann er sonur Gunnlaugs Friðriks Ólafssonar Briem, framkvæmdastjóra hér í Reykjavík, og Unnar Richardsdóttur Thors. Og hann Richard Ólafur kvæntist einhverri Guðrúnu Birgis- og Jóhannsdóttur, Jóhennessonar, sem fæddist á Grenivík árið 1929.

"Richard Ólafur á því láni að fagna að eiga fjórar fegurðardrottningar fyrir systur, en sjálfur er hann frekar ófríður," stendur í Mogganum árið 1970.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 21:05

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Unnar Richardsdóttur Thors. Taktu eftir því, Guðrún mín Þóra. QED.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 21:21

23 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Steini það er varla að maður fylgist með lengur það gerist svo mikið í Briem ættinni hjá þér. Frænka þin ein Dagrún Briem var einu sinni heimagangur há mér. Þetta er allt að koma hjá mér. Ég mn líka eftir Eggerti Briem er hann ekki stærðfrigur ?

Úff þvílík eðalmenni þarna í kring um þig og svo skólabróðir minn Garðar....

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 23:46

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ og ó,...ég þekki hvorki haus né sporð á Brímurum, ... enda af Vigurætt...

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:58

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Leiló söng að ástin væri eins og smjörfluga og ég trúi öllu sem sú yndisdúkka syngur fyrir mig. Svo niður með alla flugnaspaða, elskurnar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.4.2008 kl. 00:00

26 Smámynd: Steingrímur Helgason

Því minna sem að maður þekkir af Bríem, því minna þarf maður að þola þeirra breim.

Steingrímur Helgason, 22.4.2008 kl. 00:42

27 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég keypti tvo svona rafmagnsflugnaspaða í Bónus fyrir 2-3 árum síðan hræódýra,  bara annar þeirra virkaði.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 01:25

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, það vantar nú ekki breimið hérna, Steingrímur minn.Smámynd: Steingrímur HelgasonMeira að segja múslimastelpa komin í gestabókina, óforvarindis.

Eins gott að vera nú enginn múslimur. Helga mín Guðrún Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttirer nú ekki hrifin af þeim. Vill hafa þá stærri, skilst mér.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 01:28

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jú jú, Eggert Briem er mikill stærðfræðingur, Bloggvinur - gudruntora Guðrún mín Þóra, og leggur oft saman tvo og tvo, skilst mér á henni Rannveigu minni H. Henni finnst hann fyndinn. Það er nú eitthvað bogið við það.

Og þú ert væntanlega að tala um systurdóttur hennar Íu minnar hér að ofan í #19, hana Dagrúnu Briem, sem fædd er í Köben 1980, dóttur Richards Ólafs Briem, arkitekts, sem ég var að tala um hér í #23.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 01:48

30 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Stundum þegar fólk er að nauðga nafninu mínu hér í Kanada þá vildi ég að ég hétu einhverju stuttu, eins og t.d. Briem. Jóhannsdóttir er ekki gott nafn að bera utan Íslands.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.4.2008 kl. 06:41

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við verðum bara að rugla saman reitum okkar, Stína mín.Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir Ekki gengur þetta. Knúsiknús til þín.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 12:12

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk kærlega fyrir þetta. Alltaf hefur kvenfólkið rétt fyrir sér. Maður á ekki að láta sig dreyma um að mótmæla því, Helgi minn.Smámynd: Helgi Briem

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 18:48

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

En vísan hefur þá trúlega verið svona:

Ekkert hefur ættarslím,

í Eggert þennan runnið,
helvíti er að heita Briem,
og hafa ekki til þess unnið.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 18:55

34 Smámynd: Lýður Pálsson

Minn fróðleik um Briem-ættina hef ég frá ömmu minni. Amma mín Aldís Pálsdóttir frá Hlíð í Hreppum (1905-2005)  dýrkaði Briem-ættina. Hún sat messur hjá þeim feðgum á Stóra-Núpi síra Valdemar og Ólafi.  Og niðrí Hruna var síra Jóhann.  Hún lét þess einnig getið að innan þessarar ættar væru stærðfræðingar góðir.

Lýður Pálsson, 22.4.2008 kl. 21:13

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk kærlega fyrir þetta innlegg, Lýður minn. Jamm, Eggert Briem er mikill stærðfræðingur í Háskólanum og vílar ekki fyrir sér að leggja saman og draga frá. Og hún Rannveig mín H. hér til vinstri segir að hann sé fyndinn. Því á ég nú reyndar bágt með að trúa.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 22:26

36 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Einhversstaðar hér fyrir ofan, sirka bát svona hálfum mánuði, var minnst á Syðra Garðshorn í Svarfaðardal. Heyrt hef ég að þaðan sé ekkert komið nema stórmenni og gáfumenni og ef blandað er í þau frönsku duggarablóði þyki þau jafnvel slá löglærða út. Jafnvel Brimara hvers ættfaðir ku hafa gist Brimarhólm. Þetta með Brjánslækinn er víst síðari daga heilagleikur....

Guðni Már Henningsson, 22.4.2008 kl. 23:59

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann Árni Daníel Júlíusson, bekkjarbróðir minn og Hjöra á Tjörn, Hunds í óskilum, í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, er gríðarlega mikill sagnfræðingur, og stundar þá iðju af kappi í Reykjavíkurakademíunni á Hringbrautinni, Guðni minn Már.

Árni Daníel er til dæmis höfundur Íslenska söguatlasins og Njálu, og vinnur nú að því að setja saman mikið verk um íslenska bændur. Og því verki á að vera lokið um svipað leyti og síðasti bóndinn í dalnum bregður búi.

Og takk kærlega fyrir að spila Soundspell-plötuna á Rás 2. Alexander, sonur minn, og félagar hans, eru þér þakklátir fyrir það.

Þorsteinn Briem, 23.4.2008 kl. 00:19

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Daníel var auk þess í hljómsveitunum Q4U og Handan grafar, Guðni minn Már.

Þorsteinn Briem, 23.4.2008 kl. 02:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband