20.4.2008 | 13:50
Hamingjan kostar túkall, segir Mogginn
Kaupmáttur allra stétta hérlendis, verkamanna, iðnaðarmanna, sem og annarra, hefur aukist undanfarin ár, samkvæmt ASÍ. Hér hafa unnið allt að 20 þúsund útlendingar undanfarin ár og þeir eru hér flestir enn, einnig á Suðurnesjunum og Húsavíkursvæðinu. Þar eru nokkur hundruð útlendingar við störf. Það sem þarf að gera núna er að slá á þensluna og minnka verðbólguna, en ekki að halda henni í methæðum í allri Evrópu með meiri stóriðjuframkvæmdum. Og Samtök atvinnulífsins spáðu nýlega að flytja þyrfti inn allt að 1.500 útlendinga á ári til að vinna hér.
Það skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli í hvað peningarnir fara þegar kaupmáttur eykst og hér hafa þeir að stórum hluta farið í utanlandsferðir og stærri jeppa. Íslendingar eiga orðið heimsmet í bílaeign, um 700 bíla á hverja 1.000 íbúa, og hafa tekið stór eyðslulán út á hækkandi verðmat á íbúðum, sem getur fallið niður um allt að 30% á næstunni, eins og Seðlabankinn hefur verið að benda á.
Mörg þúsund manns, jafnvel tvítugt fólk, er hér með milljón króna yfirdrátt á yfir 20% vöxtum vegna eyðslu, en ekki fjárfestinga. Hvorutveggja er hins vegar arfavitlaust. Mjög margt ungt fólk hér byrjar ekki á að leggja fyrir, heldur tekur lán, til dæmis til bílakaupa, og síðan vindur vitleysan endalaust upp á sig.
Það hjálpar engum að halda áfram sama sukkinu og hér hefur verið undanfarið, hvað þá einhverjum stóriðjuframkvæmdum, hvar sem er á landinu. Hér eru nú gríðarlega háir innlánsvextir í bönkunum, ekki bara útlánsvextir, og nú á fólk að leggja hér fyrir, ef það getur. EN EKKI AÐ HALDA ÁFRAM SAMA FYLLERÍINU OG VERIÐ HEFUR. OG LENDA SVO Á VOGI.
Þegar ég var krakki tók það mig mánuð að klára einn konfektkassa og ég geymdi alltaf besta molann þar til síðast. Gjör slíkt hið sama. Þar að auki lagði ég árlega inn stórfé í Sparisjóð Svarfdæla á Dalvík, hef aldrei tekið krónu þar út, og nú er Sparisjóðurinn að byggja menningarmiðstöð á Dalvík fyrir þennan pening.
"Á tímabilinu frá 1973 til 2006 hefur ánægja fólks [í Bretlandi] haldist svo að segja óbreytt, og mælst að meðaltali 86%. Hagstofan breska segir að þessi stöðnun sé í samræmi við svonefnda Easterlin-þverstæðu, kennda við hagfræðinginn Richard Easterlin, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 1974 að þvert á það sem vænta mætti ykist almenn hamingja ekki með aukinni velmegun eftir að grunnþörfum væri fullnægt." (Sjá mbl.is)
Það skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli í hvað peningarnir fara þegar kaupmáttur eykst og hér hafa þeir að stórum hluta farið í utanlandsferðir og stærri jeppa. Íslendingar eiga orðið heimsmet í bílaeign, um 700 bíla á hverja 1.000 íbúa, og hafa tekið stór eyðslulán út á hækkandi verðmat á íbúðum, sem getur fallið niður um allt að 30% á næstunni, eins og Seðlabankinn hefur verið að benda á.
Mörg þúsund manns, jafnvel tvítugt fólk, er hér með milljón króna yfirdrátt á yfir 20% vöxtum vegna eyðslu, en ekki fjárfestinga. Hvorutveggja er hins vegar arfavitlaust. Mjög margt ungt fólk hér byrjar ekki á að leggja fyrir, heldur tekur lán, til dæmis til bílakaupa, og síðan vindur vitleysan endalaust upp á sig.
Það hjálpar engum að halda áfram sama sukkinu og hér hefur verið undanfarið, hvað þá einhverjum stóriðjuframkvæmdum, hvar sem er á landinu. Hér eru nú gríðarlega háir innlánsvextir í bönkunum, ekki bara útlánsvextir, og nú á fólk að leggja hér fyrir, ef það getur. EN EKKI AÐ HALDA ÁFRAM SAMA FYLLERÍINU OG VERIÐ HEFUR. OG LENDA SVO Á VOGI.
Þegar ég var krakki tók það mig mánuð að klára einn konfektkassa og ég geymdi alltaf besta molann þar til síðast. Gjör slíkt hið sama. Þar að auki lagði ég árlega inn stórfé í Sparisjóð Svarfdæla á Dalvík, hef aldrei tekið krónu þar út, og nú er Sparisjóðurinn að byggja menningarmiðstöð á Dalvík fyrir þennan pening.
"Á tímabilinu frá 1973 til 2006 hefur ánægja fólks [í Bretlandi] haldist svo að segja óbreytt, og mælst að meðaltali 86%. Hagstofan breska segir að þessi stöðnun sé í samræmi við svonefnda Easterlin-þverstæðu, kennda við hagfræðinginn Richard Easterlin, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 1974 að þvert á það sem vænta mætti ykist almenn hamingja ekki með aukinni velmegun eftir að grunnþörfum væri fullnægt." (Sjá mbl.is)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Facebook
Athugasemdir
AA
Ómar Ingi, 20.4.2008 kl. 13:52
Heyrðu Steini Briem...ég spurði þig á mínu bloggi en þú komst ekkert aftur! Ertu Steini-Briem-inn sem kommentar alltaf hjá Jens?
Heiða B. Heiðars, 20.4.2008 kl. 14:04
Ég vildi að ég hefði eitthvað af þinni sjálfstjórn. Sjái ég konfektkassa ryksuga ég úr honum á methraða.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:12
....og étur besta molann fyrst! Að sjálfsögðu! :)
Heiða B. Heiðars, 20.4.2008 kl. 14:13
Heiða mín. Jamm, ég er sami skelmirinn. Ég missti vitið endanlega í gær og byrjaði á besta molanum. Verð að kíkja til Kollu fljótlega, eins og Jón Valur leiðréttingarpúki. Blink blink! En ég komst bara þriðjunginn af bloggrúntinum í gær. Skal hins vegar sinna þér smá núna. Það er í mörg horn að líta þegar blessað kvenfólkið er annars vegar.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 14:27
Neinei þetta er allt í lagi...ég vildi bara vera viss! Annars fékk ég vitið í smá stund áðan og fattaði hvernig ég gæti komist að þessu! Fór náttúrulega bara á bloggið hans Jenss og skoðaði þig þar!
En hvernig er þinn besti moli? Og vonandi ertu jafn skynsamur og kona og færð þér sopa af rauðvíni með molanum!
Heiða B. Heiðars, 20.4.2008 kl. 14:32
Steingerður mín. Ég missti vitið fyrir nokkrum árum og fór að graðga í mig heilum konfektkassa si sona á hverjum degi. Þá fór ég til sálfræðings hér á Klakanum og hún sagði að þetta væri bara eðlilegt. En svo fór ég nokkru síðar til sænsks sálfræðings, sem hélt því aftur á móti fram að þetta væri ekki eðlilegt og sagði mér að gleypa tvær töflur við þessu atriði á hverjum degi. Þær eru með súkkulaðibragði.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 14:38
Ja, það fer nú tvennum sögum af þessu atriði, Heiða mín, því hér í gestabókinni minni situr súkkulaðistelpa, sem drekkur ekki rauðvín. Hins vegar drekk ég sjálfur rauðvín, bæði með og án súkkulaðis, og best þykir mér rauðvínið í Beaune, skammt frá Dijon í Frans. Flottir vínkjallarar þar, Heiða mín skessa.
Rauðvín frá Beaune, íslensk súkkulaðistelpa, til að mynda frá Grindavík, fyrir framan franskan kastala, belgískt súkkulaði, franskar bagettur, ostur frá Akureyri, og í krúttlegri tjörn þýskur froskur, sem bíður eftir frönskum kossi. Ég fæ alltaf standpínu þegar ég hugsa um svona pakkaferðir.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 14:54
Ég á súkkulaðistelpuna í gestabókinni þinni;)
Heiða B. Heiðars, 20.4.2008 kl. 15:00
Þú eyðilagðir þetta alveg með froskinum!
Heiða B. Heiðars, 20.4.2008 kl. 15:01
Þetta gengur þá greinilega í arf hjá ykkur mæðgunum með súkkulaðið, Heiða mín. Þetta er svona súkkulaðiarfur, sem gengur mann fram af manni. Og jafnvel fram af manni.
Tek út þýska froskinn fyrir þig. Étum hann bara, Froskalappir eru góðar. Jömmí jömmí. Ég snæddi fyrst froskalappir í Dubrovnik í Króatíu með stelpu frá Hveragerði. Hún var froskur þangað til ég kyssti hana, en þá breyttist hún í hjúkku.
Má dóttir þín koma til mín í kaffi og súkkulaði, eða viltu frekar koma sjálf?
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 15:16
Búkolla mín. Ég held að ekki þurfi að skylda hér fólk til að spara peninga, heldur gefa öllum Íslendingum á skyldusparnaðaraldrinum stóran konfektkassa með eftirfarandi fyrirmælum: "Treindu þér þetta í mánuð." Og öllum sem ekki tekst það, verði gert að hlaupa yfir þver Bandaríkin, fram og til baka. Forrest Gump: "My momma always said, "Life is like a box of chocolates. You never know what you're gonna get."
Trivia: Sænska orðið fyrir "geyma" er "spara", eins og "Gunnar Svíafari", Gunnar Helgi Eysteinsson, hér á Moggablogginu er meira að segja farinn að skrifa í staðinn fyrir "geyma".
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 15:34
Auðvitað naut bukolla þess. Lindu súkkulaðið sveik nú aldrei, en belgískt og svissneskt súkkulaði tekur öllu öðru fram, Búkolla mín. Spes súkkulaðibúðir og alles.
"Við höfðum Lindu, Amaro og KEA, en nú höfum við bara Trausta Þorsteinsson, sem heldur að "labba" sé útlenska."
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 15:48
Um að gera að hlaupa á eftir Lindu konfektkassa, Búkolla mín.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 15:53
Við höfum verið að skrifa um svipað mál á svipuðum tíma fyrr í dag sbr. nýjustu færsluna mína...
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.4.2008 kl. 17:40
Við erum tvíburasálir, Lára mín Hanna. Ég skrifa komment um það hjá þér, elskan mín.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 18:00
Það er "þægilegt" að eiga heima í Svíaríki....
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 18:14
Ég bjó um tíma í Svíaríki, Gunnar minn Helgi. Svíar eru skynsamt fólk og ég á fullt af skyldfólki í Svíþjóð og Noregi. Íslendingar, sem búa hér á Klakanum, eru hins vegar allir brjálæðingar og gera grín að Svíum og Nojurum. Hinir höfðu vit á að koma sér héðan í burtu og sá undir iljarnar á þeim.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 18:36
löngu vitað að hamingjan felst í saltkjöti og baunum. ergó...túkalli.
þetta veit mogginn auðvitað, því mogginn veit allt, skilur allt og getur allt. bruggar líka miklu betur...allskyns grogg úr þjóðlífinu.
Brjánn Guðjónsson, 20.4.2008 kl. 19:25
Búkolla mín. Þetta skrifaði ég á blogginu hans Egils Bjarnasonar Indíafara Harðarsonar, alþingismanns Sunnlendinga fyrir Framsóknarflokkinn, sem ég stýri ljóst og leynt, því langafi minn stofnaði þann flokk:
"Þeir komust að þeirri niðurstöðu á Suðurlandinu að skynsamlegra væri fyrir sunnlenska bændur að framleiða bjór en heróín, enda væru nú þegar stórneytendur allt um kring. Og ég yrði nú ekki hissa ef þeir myndu leggja leiðslu héðan til Íran og Afganistan, og dæla þangað Skjálftanum sem mest þeir mega.
Þarna fyrir austan er margt fólk sem er ekki enn komið á áfengisbragðið, og það væri nú mikið vit í að gera áfengismarkaðsrannsóknir á þessum slóðum, fyrst þeir eru svona hrifnir af heróíni, kallarnir."
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 19:59
Brjánn minn góður. Í mörg ár var ég blaðamaður á Mogganum og þá tók hann mikið mark á mér, því þar skrifaði ég oft fréttir, sem birtust á baksíðunni, sem var forsíðan þangað til Mogginn sneri við blaðinu. Það má því segja að ég hafi stjórnað þjóðfélaginu leynt og ljóst þegar ég var á Mogganum, samkvæmt þínum skilningi, og að sjálfsögðu var allt rétt og satt, sem ég skrifaði þar.
En nú tekur Mogginn hins vegar ekkert mark á mér, því ég er ekki lengur á Mogganum, og það er bara Mogginn, sem hefur rétt fyrir sér í þjóðfélaginu. Allir aðrir hafa rangt fyrir sér and I am the bad boy now.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 20:12
Búkolla mín. Ég bjó í mörg ár í Skíðadal í Svarfaðardalshreppi fyrir norðan og í nokkur ár á Baldursgötunni á Skólavörðuholtinu, pabbi var í Vestmannaeyjum í nokkur ár og ég vann eitt sumar í Lýsi hér í Reykjavík, þegar ég bjó í Hornbjarginu úti á Nesi með læknastelpunni Elsu.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 20:18
hissa á að þú hafir ekki sungið línuna alla, verandi erfðaprins framsóknarmanna. ekki nóg með þeir hefðu KEA, heldur klykkt út með SÍS.
Brjánn Guðjónsson, 20.4.2008 kl. 20:27
Brjánn minn góður. Langafi minn, hann Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, stofnaði Framsóknarflokkinn af hugsjón, og hann var einnig formaður SÍS, sem endaði í gullkrönum forstjórans upp í Laugarásnum. Allt sem er gott í byrjun endar í sérhagsmunapoti og nægir þar að nefna hjónaböndin. Þess vegna voru lögfræðingarnir fundnir upp og flestir í minni föðurætt eru lögfræðingar.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 20:36
Búkolla mín. Allir Íslendingar, fyrir utan nýbúana hér, eru náskyldir hver öðrum, en samkvæmt Íslendingabók, sem nú er "lokuð vegna viðhalds", er ég fjarskyldastur Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, en ég er skyldur honum í áttunda lið vegna Grímseyjarferjunnar.
Ég vona hins vegar að þeir finni fljótt viðhaldið í Íslendingabók, því annars er ekkert að marka þá bók.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 20:44
Ef ég man rétt þá voru menn dæmdir í denn fyrir að lána peninga á okurvöxtum sem eru samt minni heldur en yfirdráttarvextir eru í dag, hvar eru þessir menn í dag ! lánið okkur pening á minni vöxtum !!
Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 21:20
Búkolla mín. Herjólfur er ekki lengur málið í Eyjum, heldur snúningshringurinn í Landeyjarhöfn. Þegar ég spurði lundakallinn hann Georg í Eyjum: "69 metra skip?! Nákvæmt skal það vera. Af hverju ekki 70 metra skip?" svaraði hann si svona:
"Snúningshringurinn í Landeyjarhöfn á að vera að hámarki fyrir 70 metra skip, er mér sagt, en samgönguráðherra var með í sínum bæklingi 62 metra skip, en þetta skýrist á næstu árum hvort þetta gengur eða ekki."
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 21:44
Sævarinn minn. Þú verður nú illa úti þegar nefskatturinn verður tekinn upp hjá Ríkisútvarpinu okkar um næstu áramót.
Einkaaðilar yrðu, eins og þú veist, að fá hærri vexti fyrir sín útlán en innlánsvextirnir eru í bönkunum og þeir eru mjög háir núna.
Vinur minn Einar Gautur Steingrímsson skrifaði lögfræðiritgerð sína um okurlán. Við stóðum, ásamt fleirum, fyrir verkfalli hjá Securitas og fengum töluverða kauphækkun. Og af því að við fengum kauphækkun fengu allir aðrir í landinu kauphækkun. Sem leiddi svo aftur til þess að allt verðlag í landinu hækkaði og enginn fékk neitt.
Eitt af mínum helstu afrekum á Mogganum var hins vegar að lækka verð á öllum fiski í öllum fiskbúðum landsins, þegar mér fannst útreikningarnir hjá þeim eitthvað skrítnir, en þá urðu þær að fá leyfi hjá stjórnvöldum til að hækka verðið. Það er ekki svo langt síðan það var gefið frjálst.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 22:07
Búkolla mín. Ég er nú ákaflega léttlyndur, enda þótt ég sé þunglyndur að eðlisfari.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 22:17
Alltaf jafn óþokkalega óborganlega þokkalegur í ritsmíðum, úldni kvensami súkkulaðimolakall.
Steingrímur Helgason, 20.4.2008 kl. 23:29
Þú ert ekki sem verstur sjálfur, Steingrímur minn.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 23:34
Hmm ... Gvöndur venur minn fór alltaf reglubundið í trakteringu inná Klepp... það var eftir langvarandi rauðvínsþamb sem maginn þoldi einhvernveginn ekki nógu vel. Þeir sögðu að hann væri með deleríumbúbónis á háu stigi sem kæmi þannig fram að hann mætti ekki sjá neitt rautt sem rynni. Við þessu var lögð til nokkurra vikna hvíld með helgarleyfum. Þegar Gvöndur kom inn eftir rauðvínsþambið trekkti hann sig ofurlítið upp þannig að hann fékk töflur til að slaka ... svo þegar leið að helgi varð hann skyndilega sleginn þunlyndi og fékk nú aðra tegund til að hífoppa. Leið nú um stund. Nú er hann Gvöndur venur minn að drekka andans djús með himnafeðgunum, allt frítt að sjálfsögðu.
Pálmi Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 00:01
Það er nú ekki amalegt að fá gott rauðvín með súkkulaðitöflunum sínum, Pálminn minn, hvort sem það er nú þessa heims eða annars. Það sagði alla vega Keith kallinn Ríkharðs með pálmann í höndunum niðri á Fiji-eyjum eftir að hann fékk þar kókosinn í kollinn.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 00:22
Ég er hin hagsýna húsmóðir, ég hef engann yfirdrátt, engin neyslulán, keyri um á 8 ára gömlum bíl sem ég hef átt skuldlausan í 6 ár. Ég versla bara í Bónus, nema í undantekningartilvikum þegar varan sem mig vantar fæst ekki í Bónus.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:28
Þetta líst mér vel á hjá þér, Jóna mín Kolbrún. Það eru nú ekki margir með svona mikið vit hér á þessari guðsvoluðu eyju. Þá er nú betra að vera niðri á Fiji-eyjum og fá þar matinn ókeypis í kollinn. Þar að auki er miklu hlýrra þar en hér á Klakanum.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 00:36
Áttu ekki að vera löngu farinn að sofa, Steini? Annars langar mig að segja "told you so" núna - manstu þegar ég hvatti þig til að opna þitt eigið blogg?
Hér sé fjör!
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:42
Jamm, mar ætti að fara að kúra núna, Lára mín Hanna. Hér er gegt stuð, allir í súkkulaðitöflum og rauðvíni, mar.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 00:52
Varstu að fara yfir fjármála-ævisögu mína í bloggfærslu þinni?
Hef alltaf staðist konfektið en er hræðileg með peninga, eyði öllu sem ég afla og meiru til.
Hins vegar vil ég mótmæla því sem þú segir um Írani og áfengisbragðið þeirra. Systir mín er gift manni frá Íran og hefur farið í fjöldamargar heimsóknir þangað með manni og börnum..... OG komið með börnin til baka ...... Þótt áfengi sé opinberlega bannað í Íran, eru allir að drekka það þarna austur frá, það er líklega eins og með allt sem er bannað, þá er það mest keypt og selt. Ópíum er þó löglegt í Íran og þar tyggja menn ópíumlauf eða já, reykja það, alveg jafn opinberlega og við (sum) reykjum sígarettur. Afganistan skal ég ekki tjá mig um.
Íranir eru mun vestrænni í hugsunarhætti heldur en við höldum, það er bara út á við sem þeir láta kúga sig en á sínum eigin heimilum eru þeir víst mjög frjálslegir, stelpurnar flottar og mennirnir ekki eins íslamskir og við höldum. Systir mín átti barn úr fyrra sambandi þegar hún kynntist manninum sínum, en það stoppaði hann ekki (enda hún eins afburðarflott kvenkynsvera eins og aðrar konur í hennar fjölskyldu ), og ekki höfðu foreldrar hans neitt út á það að setja heldur.... frænka mín hefur alltaf kallað írönsku tengdaforeldra systur minnar fyrir ömmu og afa, og þau hana sömuleiðis sem barnabarn. Systir mín þurfti allavega ekki að "feika" neitt blóð í lakið sitt eftir brúðkaupsnótt þeirra hjóna.....
Lilja G. Bolladóttir, 21.4.2008 kl. 01:01
æjá, ég man þá gömlu daga, þegar Múlinn las upp ný verð á ýsu og ufsa, útgefnum af verðlagsráði. það var eitthvað svo heimilislegt og notalegt. vitlekki skella þér á moggann aftur?
Brjánn Guðjónsson, 21.4.2008 kl. 01:06
Athyglisvert, Lilja mín. Ég á íranska vinkonu í Tehran og hún er alltaf að mótmæla einhverju þar, skvísan. Heldur með Manchester United. Falleg og gáfuð stelpa, Shima. Vill kúra hjá mér í London. Treystir sér ekki til þess í Tehran. Hrein mey fjölgar ei. Hún yrði að fara með öðru fólki til London í einhverri pakkaferð og laumast svo inn á herbergi til mín. Hmmm ... Það yrði eins og á heimavistinni í Húsabakkaskóla. Nóg af hreinum meyjum þar og mér fannst það nú ekki neitt sérstaklega merkilegt, enda aldrei kúrt hjá öðrum en hreinum meyjum.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 02:22
Brjánn minn góður. Ég held ekki. Vann á Mogganum frá morgni til kvelds alla daga og þetta var orðið ágætt. Enginn má halda að hann sé ómissandi einhvers staðar, ekki einu sinni í hjónabandi. Alltaf hægt að skipta út. Og mig langaði að vera meira með Alexander, syni mínum.
Og fyrst ég get verið án Moggans hlýtur Mogginn að geta verið án mín. Eitt sumar, þegar ég var í þriggja mánaða launuðu fríi, sendi ég því Mogganum bréf, sem hljóðaði svona: "Þetta er uppsagnarbréf." Svo hringdi Mogginn í eigin persónu og vildi eitthvað spjalla við mig um þetta bréf, en það gerði ég nú ekki. Og enginn hjásvæfuhittingur eftir það.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 02:51
Þegar maður les svona er maður þaklátur fyrir að búa í DK þar sem ástandið er eins og það hefur verið mjög lengi og verðið á bjórnum alltaf það sama.....
Gulli litli, 21.4.2008 kl. 09:21
Þú heldur það já, Búkolla mín. Nei nei, þetta er allt rétt og satt. Þeir sem hafa verið blaðamenn á Mogganum ljúga ekki. Blink blink!
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 11:54
Gulli minn litli. Já, eins og hann "Gunnar Svíafari" segir hér að ofan: "Það er "þægilegt" að eiga heima í Svíaríki."
Íslendingar, sem búa hérlendis, gera hins vegar grín að útlendingum, sérstaklega Svíum, og halda að þeir kunni ekki að lifa lífinu, af því að þeir kunna að leggja fyrir og reyna að eyða og fjárfesta fyrir pening sem þeir eru búnir að afla, en ekki nær eingöngu fyrir lán.
"Íslenska útrásarundrið" byggðist á lántöku erlendis, og íslensk hagfræðistelpa, sem tók þátt í því í Bretlandi, sagði nýlega í viðtali við Evu Maríu í Sunnudagsviðtalinu í Sjónvarpinu að ekkert mál væri að kaupa fyrirtæki erlendis, ef hægt væri að fá til þess lán. Og það var ekkert mál að fá lán. Nú er hins vegar mál að fá lán. Það er málið.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 12:18
Garmur á Fiji í G-streng,
gríðarlega slitnum þveng,
Keithinn fékk þar í kollinn,
kókos og loks fór í sollinn.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 12:37
Er ekki logn á Stórhöfða, Búkolla mín?
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 13:20
Ekkert að fyrirgefa, Búkolla mín. Ég bara þakka kærlega fyrir. Ja, hvað er skáldskapur og hvað er veruleiki í Vestmannaeyjum? Það sem er sannleikur þar, getur verið tóm steypa hér í Reykjavíkinni, og öfugt. Árni Johnsen er til dæmis einn af bestu blaðamönnum landsins og hann hefur skrifað gríðarlega margar og góðar greinar í Moggann.
Og hvort það er eitthvað að marka þær greinar, eða ekki, er algjört aukaatriði í málinu, ef gaman er að lesa þær. Árni er listamaður og það er ekki listamanna að segja sannleikann. Ég er hins vegar ekki listamaður og reyni því alltaf að segja sannleikann.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 14:45
jæja nú er maður búinn að segja upp og er á leið til noregs með haustinu....
Óskar Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 15:07
Þú ert nú aldeilis maður með viti, Skari minn. Ivan, sonur Óla föðurbróður, á byggingafyrirtæki í Ósló, og hefur fitnað dáldið. Talar samt þessa fínu íslensku ennþá en finnst "farsími" fyndið orð.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 16:11
Jamm, hann Árni Johnsen kann íslenskuna alla og að setja hana saman. Það verður ekki af honum skafið og ég er löngu búinn að fyrirgefa honum þetta með grjótið, enda gerði hann úr því listaverk, sem hans var von og vísa, Búkolla mín.
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 21:56