Appelsínukjúklingur fátæka mannsins

* 1 kjúklingur, skorinn í sneiðar
* 2 matskeiðar maísolía
* 1 meðalstór laukur, afhýddur og saxaður
* 2 hvítlaukslauf, afhýdd og söxuð
* 2 heilir negulnaglar
* 1 sirka 5 cm langur kanilstöngull
* 5 svört piparkorn
* 3 blóðbergssprotar
* 2 lárviðarlauf
* safi úr 2 appelsínum
* salt til bragðbætis

Snöggsteiktu kjúklinginn í maísolíu á stórri steikarpönnu þar til hann orðinn sterkgulur. Malaðu kryddið í ferskan appelsínusafann, saltaðu til bragðbætis og bættu við hálfum bolla af vatni. Helltu blöndunni á kjúklinginn á pönnunni, settu lok yfir og eldaðu á meðalhita í 35-40 mínútur þar til kjúklingurinn er gegneldaður.

Berðu fram með hvítum hrísgrjónum. Fyrir fjóra Dalvíkinga eða ígildi þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hljómar geggjað æðislega, þetta ÆTLA ég sko að prófa! Yummzy

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm hvað eru 4 Dalvíkingar mörg ígildi Reykvíkinga í mat ?

Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alltaf gaman að sjá Dallana (lint ell) raða sér á garðana.  (steini, áskorun!)

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ja, þetta er nú eitthvað á reiki, Skari minn, eins og svo margt annað þarna fyrir norðan. Þetta er svona meðaltalið. Haugnesingar eru til dæmis í Dalvíkurbyggð en á Hauganesinu eru kjúklingarnir miklu minni en á Dalvík. Í Skíðadalnum, sem einnig er í Dalvíkurbyggð, eru kjúklingarnir aftur á móti mun stærri en á Dalvík.

Og mannfólkið er líka mismunandi stórt þarna fyrir norðan. Og sama vers með Reykvíkinga og kjúklinga hér fyrir sunnan. Þetta eru því æði flóknir útreikningar, þannig að ég slumpaði nú bara si sona á þetta atriði. En þú gætir náttúrlega beðið hann Þorvald Gylfason um að reikna þetta út fyrir þig. Hann er sérfræðingur í öllu svona, Skari minn.

En fyrst ykkur líst svona vel á þennan kjúkling hebbði ég kannski átt að bjóða Björk upp á hann, frekar en einhverja bannsetta andalifrarkæfu, foie gras, sem ég sótti alla leið niður í Dax í Frans handa henni. Hún hebbði þá kannski komið aftur til mín. Piff!

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helga mín Guðrún. Það er frábært að borða og skemmta sér með Fransmönnum niðri í Frans. Eitt sinn leigði franskur vinur minn og vinir hans sér höll úti í miðju Frans og við keyrðum þangað um miðjan daginn einhvern virkan dag, þegar þau voru búin í vinnunni. Síðan var sest að snæðingi, etið, kjaftað, dansað og drukkið til miðnættis. Þá óku allir heim á ný og ég spurði si svona: "Ætlið þið að keyra heim núna, öll í glasi?" Og þá fékk ég svarið: "Það er allt í lagi, ef ekkert kemur fyrir.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 17:22

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 17:50

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Var að henda þessum á kommentakerfið hjá mér.. læt þig fá hann líka :

"DOCTOR, WOULD YOU PLEASE KISS ME", SAYS THE PATIENT.

"NO, YOU ARE A VERY BEAUTIFUL WOMAN BUT IT´S AGAINST MY CODE OF ETHICS", REPLYS HER DOCTOR.

"PLEASE, JUST ONE KISS", SHE PLEADS.

"SORRY", SAYS THE DOCTOR, "IT´S TOTALLY OUT OF THE QUESTION, IN ALL HONESTY I SHOULDN´T EVEN BE FUCKING YOU". 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 18:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki að spyrja að skagfirska húmornum (húðmaurnum), Helga mín Guðrún. Og meira að segja fluttur út í ofanálag. Blink blink!

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 18:48

9 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvernig sker maður kjúkling í sneiðar ?

Bara svona langar að fræðast aðeins um þetta til að geta reynt þessa uppskrift.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.4.2008 kl. 18:55

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún mín Þóra. "Svona sker maður ferskan kjúkling eins og reynd húsmóðir" í Vesturbænum:

http://www.gorenje.is/18662

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 19:20

11 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er ein svakalegasta kljúklingauppskrift fyrr og síðar Steini

Ómar Ingi, 19.4.2008 kl. 19:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður enginn svikinn af þessum kjúklingi, Ommi minn. Ekki síst ef hann er vel ættaður.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 20:04

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sagan þín af Frökkunum minnir mig á sögu sem ég heyrði einu sinni af þingmanni einum sem bjó vel kvæntur austur í sveitum, í þá tíð er Davíð var enn forsætisráðherra.

Að afloknum daglöngum fundarhöldum í bústað ráðherra á Þingvöllum og eftirfylgjandi dýrlegri matarveislu, þar sem rausnarlega var gert við gesti bæði í mat og drykk, rölti áðurnefndur þingmaður sætkenndur yfir hlaðvarpann til bifreiðar sinnar og bjóst til að setjast undir stýri.

Sló þá Davíð létt á öxl hans og sagði við hann: "Heldurðu að það sé nú ráðlegt góði minn að þú akir austur í þessu ástandi? Þingmaðurinn svaraði að bragði: "Hafðu ekki áhyggjur, þetta er allt í lagi, það verður runnið af mér þegar ég kem heim!"

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.4.2008 kl. 20:37

14 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Steini, þetta er að hluta kjúkling, við húsmæðurnar í Vesturbænum skiljum ekki svona. Að skera niður er að skera í sneiðar eða bita. Þetta er nánar tiltekið að hluta kjúklinginn niðurí bringu, læri, vængji og legg.

Hananú !!!!

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.4.2008 kl. 20:39

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún mín Þóra. Við verðum bara að gera þetta saman. Þetta verður svona eins og að kenna þér að spila golf. Ég stend þétt fyrir aftan þig, held létt utan um álfakroppinn þinn mjóa og stýri höndunum á meðan þú skerð kjúllann létt og örugglega, sneið eftir sneið. Að lokum er allt búið og þú brosir svo fallega, segir: "Takk! Enginn hefði getað gert þetta betur en þú, Steini minn."

Heima hjá mér, laugardagskvöldið 17. maí, mæting klukkan 18, svartur kvöldkjóll. Ég útvega kjúklinginn.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 21:30

16 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir gott boð Steini ! Ég kem að sjálfsögðu eins og vel uppalinni stúlku í Vesturbænum sæmir. Hlakka til !

Hvert á ég að láta Lemmosinn aka mér ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.4.2008 kl. 21:54

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég bý líka í Vesturbænum og læt sækja þig þegar þar að kemur, Guðrún mín Þóra.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 22:29

18 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Steini ! ert þú líka af Vesturbæjaraðlinum?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.4.2008 kl. 22:32

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún mín Þóra. Ég er af hinum eina og sanna aðli í landinu, Briemsættinni.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 22:42

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búkolla mín. Það er vor í lofti og rómantík hér í Vesturbænum. Þú ættir nú að kannast við það með honum Guttormi þínum.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 22:47

21 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Steini !

Þekirðu vísuna, með þessarri línu" Helvítið að heita Briem og hafa ekki til þess unnið"

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.4.2008 kl. 23:16

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún mín Þóra. Jamm, ég er búinn að heyra þessa vísu þína nokkrum sinnum. En ég hef reyndar heyrt hana svona: "Það er hart að heita Briem ..." Hins vegar held ég að Briemsættin hafi meira og minna stjórnað landinu síðastliðin 200 ár eða svo. Ættfaðirinn var Gunnlaugur Briem en nafnið er dregið af Brjánslæk á Barðaströnd, þar sem hann ólst upp.

Algengustu nöfnin í ættinni eru Gunnlaugur, Eggert og Ólafur. Og af þessari ætt eru til dæmis Hannes Hafstein, ráðherra Íslands, Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Pétur Kr(istján) Hafstein, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra, báðir forsetaframbjóðendur árið 1996, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni. Enginn þeirra þó með Briemsnafnið og hafa því ekki þurft að heyra þessa vísu þína. Blink blink!

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 23:57

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Vesturbæingarnir erum nú ekki eins slæmir og við lítum út fyrir að vera, Búkolla mín. En blessaðar kýrnar eru okkur náttúrlega fremri.

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 00:04

24 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Vá þvílík eðalmenni, ég verð að fá að koma við þig Steini, þú ert ættmenni.

Við þessi innfæddu hér úr vesturborginni eigum ekki slíkar eðalættir, en erum samt ánægð með að allt of margir vilja vera hérna hjá okkur í Vestend, þó við ættlítil séum.

Hanan nú..

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.4.2008 kl. 00:52

25 Smámynd: Jens Guð

  Svo er til ennþá einfaldari - en kannski ekki betri - uppskrift að kjúklingarétti fátæka mannsins.  Hún er svona:  Fara í Melabúðina og kaupa hálfan vel eldaðan kjúkling + kartöflusalat.  Uppskriftin gildir fyrir 2 ef annar er lystarlaus. 

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 00:55

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er nú svo sem ekki valdasjúkur, Guðrún mín Þóra, en þér er samt velkomið að koma við mig.

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 00:59

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, Guttormur klikkar ekki og það þótt hann sé dauður!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.4.2008 kl. 00:59

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, það er náttúrlega ekkert rómantískara en sviðakjammarnir í Melabúðinni, Jensinn minn.

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 01:09

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held að hann Guttormur heitinn hafi nú ekki haft mikið umleikis þarna í Húsdýragarðinum, svona svipað og Jensinn okkar kannski, Magnús minn Geir. Hvernig var afmælisdagurinn þinn annars, heillakallinn minn? Komu einhverjar sætar stelpur í heimsókn?

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 01:15

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fékkstu að blása á kerti? Ekki vera feiminn við hana Guðrúnu Þóru, Maggi minn.

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 01:23

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf sama sagan með þessa Norðlendinga. Það er in and out in 20 seconds! Piff! Eintómir Guttormar, if you ask me.

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 01:37

32 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 12:17

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Já, ég reyni að halda mér í góðu formi með stelpunum, Búkolla mín, og það hefur tekist ágætlega hingað til.

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 13:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband