Amma og afi

Þeir sem lenda á Austurlandi eru Austlendingar. Amma var Austlendingur. Bjó austur á Héraði. Þangað hafði enginn lengi komið, nema fuglinn fljúgandi, þangað til þeir fóru að byggja álver, og þegar það var komið á risastóran kopp voru allir aftur hamingjusamir fyrir austan. En amma missti af því. Þess vegna var hún aldrei hamingjusöm.

Síðasta árið sem hún libbði, eins og Svarfdælingar segja, var hún með krabbamein. Ég flutti því til hennar, því hún bjó ein. Afi löngu farinn yfir móðuna miklu á gömlum árabát frá Vopnafirði, þar sem þau hjónakornin bjuggu um tíma. En enda þótt amma væri rúmliggjandi voru stelpurnar svo hræddar við hana að þær komu allar inn um svefnherbergisgluggann hjá mér, og fóru sömu leið út.

Afi var með afbrigðum sparsamur og þegar amma skrúfaði frá hitanum á ofnunum heima hjá þeim á Bergþórugötunni, skrúfaði afi jafnóðum fyrir hitann. "Þetta er eins og í Helvíti!" sagði afi eitt sinn þegar amma hafði skrúfað frá hitanum. "Hefur þú nú verið þar?!" sagði amma þá.

Þau voru bæði kennarar og amma kenndi í Austurbæjarskólanum. Afi var hins vegar á eilífu flandri um landið og sagði sögur. Og eitt sinn fór hann alla leið til Ameríku. Ég fann nýlega bréf frá honum til ömmu, þar sem hann er að lýsa einhverjum skýjakljúfum á Manhattan.

En hann kom til baka og var skapstór maður. Hafði gaman af að tefla og allir sem hafa gaman af að tefla eru nú ekki alveg í lagi, eins og dæmin sanna. Nægir þar að nefna Friðrik Ólafsson. Eitt sinn var afi að tefla við Óla föðurbróður og tapar fyrir honum. Afi brást hinn versti við, tekur taflborðið og skellir því ofan í kollinn á Óla, þannig að það var eins og prestakragi utan um hálsinn á honum.

Pabbi var því alinn upp hjá afabróður mínum, Framsóknarprestinum og ráðherranum uppi á Skaga. Og eitthvað held ég að þetta "uppeldi" hafi lagst illa í þá bræður, pabba og Óla, því þeir kvæntust báðir útlendum konum, Óli rússneskri stelpu með tréfót og pabbi dóttur hollenska landstjórans á Súmötru. Dóttir þeirra, og hálfsystir mín, býr á Ísafirði og ég er nú dáldið hreykinn af því. Það eru nú ekki margir sem eiga hálfsystur á Ísafirði.

En þegar Óli sagði ömmu frá hinni rússnesku Kötu sinni með tréfótinn, sagði amma: "Þarftu nú að flytja inn timbur frá Rússlandi?!"

Amma var óhamingusöm, hún var frá Austurlandi, og flutti þaðan áður en álverið kom með alla sína innfluttu hamingju. Og allar kærusturnar mínar voru skíthræddar við hana. En ég veit ekki af hverju. Sumt bara skilur maður ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað er undrabarnið gamalt á þessari höfundamynd? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lára mín Hanna og Búkolla mín baular. Það er bara stórskrítið fólk, Framsóknarmenn og snillingar í minni föðurætt, enda fer þetta ágætlega saman, eins og dæmin sanna.

Alexander
, sonur minn, tók þessa höfundarmynd af mér við höfnina í Chania á Krít í hitteðfyrra. Það voru mikil mistök hjá okkur að fara þangað þegar Grikkir voru nýbúnir að vinna Evróvisjón-keppnina, því við urðum að hlusta á sigurlagið þeirra daginn út og inn. Að vísu slapp Alexander nokkuð vel frá því atriði öllu, því hann var yfirleitt með æpodinn í eyrunum og söng sjálfur hástöfum. Og bæði Grikkirnir og Íslendingarnir sögðu: "Mikið syngur hann bróðir þinn vel." Am I sexy, or am I sexy?!

Þorsteinn Briem, 18.4.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert ekki sem verst sjálf, Búkolla mín. Það voru nú margar skemmtilegar kýr í Skíðadal. Ég var sendur þangað til ættingja minna í móðurætt þegar foreldrar mínir skildu. Þá var ég sex ára gamall og þau áttu svo mörg börn að ég gleymdist þar í mörg ár. Pabbi átti sex börn og þar af fimm syni, fjóra með mömmu. Og hún átti líka sex börn en eingöngu syni, þannig að ég átti þrjá albræður og fjögur hálfsystkini, sem sagt tvö í föðurættinni og líka tvö í móðurættinni.

Þorsteinn Briem, 18.4.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég fæ heimþrá þegar ég hugsa um Chania... ...

Kannski hermi ég eftir þér og hef höfundarmynd þaðan á mínu bloggi.

Ég svara ekki svona spurningum (frekar en sumir).

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.4.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir góðir veitingastaðir í Chania, Greta mín Björg. En það eru svo sem margir góðir veitingastaðir úti um allan heim. Madonna hér í Reykjavík er til dæmis mjög góður staður og ekki er Caruso nú af verri endanum. En það er náttúrlega hlýrra á Krít en hér í Reykjavíkinni og því auðveldlega hægt að stunda þar útiát. Og ekki slá þeir nú hendinni á móti krítarkortunum á Krít og því auðveldlega hægt að snæða þar úti út á krít.

Þorsteinn Briem, 18.4.2008 kl. 16:11

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er nú orðið langt síðan ég hef borðað á Madonnu, en á Caruso hefi ég oft snætt dýrindismáltíðir og er þér sammála um að það er góður staður, með notalegri stemningu, þó auðvitað jafnist það ekki á við að njóta veðurblíðu á hafnarbakkanum í Chania.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.4.2008 kl. 17:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er sammála því, Greta mín Björg. Hvernig eru veitingahúsin í Kaíró? Mikið um krókódílaket?

Þorsteinn Briem, 18.4.2008 kl. 17:18

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hugsanlega hafa þeir nú bara verið að meina hjá bankanum þínum að þú hafir látið strauja krítarkortið þitt "einum" of oft, Búkolla mín.

Þorsteinn Briem, 18.4.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: Gulli litli

það hlýtur að vera algert einsdæmi að eiga hálfsystur á Ísafirði.....

Gulli litli, 19.4.2008 kl. 10:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gulli litli. Jamm, það eru nú ekki margir sem komast upp með það að eiga hálfsystur á Ísafirði.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 10:07

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nokkuð ljóst, Bloggvinur - dofri dofri Búkolla mín. Hvernig ííst þér annars á hann Dofra? Ég ætlaði nú ekki að minnast á hann hér, en allt í einu skutlaðist hann si sona inn í kommentið.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 11:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband