Soundspell er best, segja Tom Waits, Jerry Lee Lewis, Frank Black og Robert Smith

Íslenska hljómsveitin Soundspell vann nýlega fyrstu verðlaun í flokki unglinga í einni stærstu lagasmíðakeppni heims, International Songwriting Competition (ISC) í Bandaríkjunum, og meðal dómara voru Tom Waits, Jerry Lee Lewis, Frank Black (The Pixies) og Robert Smith (The Cure).

245.is:

"Stór hluti unglinganna, sem voru í úrslitum, eru undrabörn sem eru í fullu starfi sem tónlistarmenn. Sum þeirra hættu í skóla 11 ára og í kringum mörg þeirra eru rekin milljóna fyrirtæki.

Sá sem er trúlega allra frægastur er Matt Savage með lagið sitt Colors. Svo er það raffiðluséníið, Antonio Pontarelli. Hann var einu sinni kosinn America’s Most Talented Kid og hefur spilað með Jethro Tull, San Diego sinfóniunni og Ray Charles. Og saxófónleikarinn Grace Kelly var að spila á rauða dreglinum á Grammy hátíðinni síðast þegar til hennar fréttist.

Strákarnir í Soundspell hafa æft á elliheimili, í líkamsræktarstöð og bílskúr. Þeir eru allir í námi [nú 17, 18 og 19 ára]. Alexander Briem söngvari, er á leiklistarbraut í Kvikmyndaskóla Íslands, Áskell [Harðarson Áskelssonar organista] bassaleikari, stundar nám í MH og FíH, Siggi [Sigurður Ásgeir Árnason] píanóleikari, er í Kvennaskólanum í Reykjavík, Jón Gunnar [Ólafsson] gítarleikari, er í Verslunarskóla Íslands og Benni [Bernharð Þórsson Pálssonar, bróður Lísu Páls sem var söngkona Kamarorghestanna] trommuleikari, er í Fjöltækniskólanum.


Verðlaunin eru meðal annars fimm vikna skólavist í sumar í Berklee tónlistarskólanum í Boston. (Tilviljun? Ég held ekki.)

http://www.245.is/displayer.asp?page=44&Article_ID=2099&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP\~Pg44.asp

Hér er hægt að lesa meira um keppnina, dómnefndina og verðlaunahafana í hinum ýmsu flokkum í keppninni:
http://www.songwritingcompetition.com/winners.htm

Og slóðin á heimasíðu Soundspell er:
http://www.myspace.com/spellthesound

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta eru ótrúlega hæfileikaríkir og skemmtilegri strákar. Ég hitti suma þeirra við upptöku þáttarins Svalbarða í Loftkastalanum í gærkvöldi og bauð þeim að endurtaka leikinn með viðtal á Útvarpi Sögu. Það verður gaman að fá þá aftur í heimsókn, enda frábærir fulltrúar íslenskrar æsku.

Markús frá Djúpalæk, 16.4.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gaman að heyra það, Markús minn. Strákarnir eru allir snillingar.

Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með soninn og félaga hans.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Álagatónar... segir útlendingurinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 20:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk fyrir það og takk fyrir síðast, Greta mín Björg, og flott þýðing, Helga mín Guðrún.

Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 21:10

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jésus Maria og Jósep, hef voða litla innsýn inn í það sem hér er að ofan skrifað en kannast samt við suma.  Svo asskoti illa að mér í því sem er að gerast heima í tónlistaheiminum hjá unga fólkinu. 

Velkominn á litlu ræmuna mína Steini stuð.  Kannast samt ekkert við þig á þessari mynd?  Ertu tíu ára þarna? 

Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjö ára, Ía mín, ég er ekki ennþá orðinn tíu. En ég hef alltaf verið bráðþroska.

Og "spasibo", eða hvernig svo sem þeir segja "takk" á tékknesku. Ég er alltaf að reyna að kenna Pólverjunum í Bónus rússnesku. Flestir þeirra eru svo ungir að þeir hafa ekki þurft að læra hana, greyskinnin. "Poki er paket á rússnesku", segi ég si svona við pólska strákinn á kassanum og verslunarstjórinn hlær sig máttlausa. Segist vera búin að læra tíu orð í pólsku, því margir Pólverjar hér kunna hvorki ensku né íslensku.

Það er aldrei að vita nema við Alexander heilsum upp á þig í sumar. Höfum báðir gaman af að hitta skemmtilegt og gáfað fólk.

Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: Jens Guð

  Til lukku með soninn og hljómsveitina hans.  Vonandi gerðu íslenskir fjölmiðlar þessari frétt góð skil á meðan við Geir Haaarde vorum fyrir vestan haf. 

Jens Guð, 16.4.2008 kl. 23:14

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var nú víst búin að óska þér til hamingju með soninn á öðrum vettvangi, en það sakar alls ekki að gera það aftur! Til hamingju! Fátt er eins gaman og að vera stoltur af börnunum sínum...   

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.4.2008 kl. 23:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jens og Lára mín Hanna. Takk fyrir það en ég á nú engan þátt í þessu öllu saman og held að strákarnir séu nú bara feimnir hvað allar hamingjuóskir snertir. Og í minni sveit þótti nú ekki til eftirbreytni að vera montinn eða góður með sig.

Hógværð og lítillæti var það sem gilti og trúlega var það komið frá Hallgrími heitnum Péturssyni, sem gerði Guðríði nokkurri Símonardóttur barn í Kaupinhafn af sínu alkunna lítillæti. Og Tyrkja-Gudda þessi hefði verið í vondum málum ef hennar ektamaki í Eyjum hefði ekki af kurteisi einni saman andast síðar sama ár, 1636.

En það stoðar nú lítt að leggjast í felur með sín listaverk, af hvaða tagi sem þau nú annars eru. Það verður að minnsta kosti að reyna að kynna þau fyrir mannskapnum, sem verður svo að dæma sjálfur um gæðin og ákveða hvort verkin séu þess virði að eignast þau.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Frábær tónlist, þessi umfjöllun kemur - trúi ekki öðru (en auðvitað verður það undarlega seint).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.4.2008 kl. 00:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna. Þeir eru ótrúlega góðir strákarnir en fólk hefur náttúrlega misjafnan smekk fyrir tónlist, eins og öðru í lífinu. Hins vegar er útgáfufyrirtækið þeirra hér lítið og ég veit ekki hvort það ræður við það verkefni að koma þeim á framfæri, bæði hérlendis og erlendis. Slíkt kostar náttúrlega töluverða vinnu en í staðinn fær viðkomandi fyrirtæki eitthvað fyrir sinn snúð, ef fólk sýnir tónlistinni áhuga. Og svona verðlaun ættu að sjálfsögðu að vera góð auglýsing fyrir þá.

Fyrsti diskurinn þeirra, sem var gefinn út í haust, An Ode to the Umbrella, var til dæmis uppseldur í öllum verslunum hér í miðbæ Reykjavíkur skömmu áður en þær fréttir bárust að þeir hefðu unnið í þessari keppni. En vonandi fæst diskurinn í einhverjum verslunum núna, til að fólk geti kynnt sér tónlistina þeirra.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 01:44

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Góðan daginn og takk fyrir það, Hallgerður mín. Ja, þarf maður að segja meira? Það hata mig allir og fyrirlíta. Bið að heilsa dóttur þinni. Til er alþjóðlegur félagsskapur undrabarna, sem hún gæti komist í, ef hún hefur áhuga á slíku. Þetta venst og þarf ekki að vera svo slæmt, enda þótt maður fái nú ekki frítt í strætó út á þetta atriði.

Og það er alltaf skilaréttur, segir talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, sonur Tryggva Gísla, fyrrverandi skólameistara MA. Tryggvi sagði bara si svona við mig í MA: "Steini minn, slepptu bara stærðfræðinni, fyrst þér finnst hún svona leiðinleg. Þú færð hvort eð er tíu í öllu öðru. Og ég skal reyna að sjá til þess að þú fáir einhvern lestrarfrið fyrir stelpunum hérna í skólanum. Þetta er orðið ótækt ástand."

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 09:20

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það verður ekki af þér skafið lítillætið, vinur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:03

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greta mín Björg. Hallgrímur heitinn Pétursson samdi þessa vísu þegar hann gerði Tyrkja-Guddu barn í Köben árið 1636 og eiginmaður hennar, Eyjólfur Sólmundarson, var að veiða lunda í Eyjum með Árna Johnsen:

Lítillátur, ljúfur, kátur,
leik þér ei úr máta,
varast spjátur, hæðni, hlátur,
heimskir menn sig státa.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 10:53

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, það er satt og rétt.

Menn geta víst lítið gert að því að vera fæddir stjörnur, samanber þetta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.4.2008 kl. 11:25

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Betra er að vera barnastjarna,
en Björg Úlfsdóttir þessi þarna,
ég búinn var næstum að barna,
Björgu, en tók til almannavarna.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 12:04

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Steini minn, blessaður, það er nú alveg óþarfi að vera útvarpa okkar einkamálum um allar koppagrundir ...bíddu bara þangað til ég má vera að því að klambra einhverju saman um þig...eða ekki......

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:24

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...en finnst þér ekki gamli þýski söngurinn um þig bara nokkuð góður?

Segi eins og Búkolla, vil gjarnan fræðast betur um í hverju þínar almannavarnir felast; maður á að reyna að læra og fræðast af snillingum og undrabörnum... 

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:34

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér líst líka arfavel á hópinn...þetta eru toppmenn í tónlist.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:43

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greta og Búkolla:

"Almannavarnir snúast um það skipulag og stjórnkerfi sem er virkjað á hættustundu, hvort sem um er að ræða hættu frá náttúrunni eða af mannavöldum. Samkvæmt 1. gr. laga um almannavarnir nr. 94/1962 er hlutverk þeirra að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir eftir því sem unnt er að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum hernaðaraðgerða, náttúruhamfara eða af annarri vá, veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orðið hefur, enda falli þau störf ekki undir aðra aðila samkvæmt lögum."

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 13:06

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skil, nú er þetta orðið deginum ljósara og kýrskýrt fyrir mér og vonandi Búkollu líka.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:15

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búkolla er skýr kýr, ekki nokkur vafi, Greta mín Björg. Og eins gott að útvarpa ekki neinum einkamálum núna, því nú stendur yfir aðalfundur Ríkisútvarpsins ohf., þar sem laun útvarpsstjóra verða að öllum líkindum hækkuð aftur um 96% á einu bretti. Og hann látinn taka nætur- og helgarvaktir með Guðna Má.

En gott og gaman að ykkur líst svona vel á Soundspell-drengina, stelpur mínar. Ég veit að þeim þykir vænt um það.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 13:41

24 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Já Hæfileikamenn líða oft fyrir það að hafa ekki stærri batterí á bak við sig þegar að útgáfu kemur. Við búum einfaldlega við slæma möguleika í þeim efnum hér heima. En með þessum sigri eiga þeir meiri möguleika á að ná sér í styrktaraðila. Og til að fylgja svona hlutum eftir er bara vinna, vinna og aftur vinna. Líklegra að þeir eigi möguleika á framsali á útgáfusamningi og dreifingarsamningum á plötunni næstu vikurnar. Sem kostar vinnu, vinnu og aftur vinnu og þar með tíma sem ungt fólk í fullu námi hefur ekki alltaf. En þetta var flott hjá strákunum og gaman þegar undum gegur. Vona að þeir nái að nýta þetta tækifæri

Bárður Örn Bárðarson, 17.4.2008 kl. 14:20

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Bárður Örn, og velkominn hér í hóp fallegs og gáfaðs fólks á öllum aldri. Strákarnir eru allir í framhaldsskóla og að byrja í prófum bráðum en að sjálfsögðu þurfa þeir að vera með umboðsmann, sem hefur tíma til að sinna þessu svo vel fari, bæði hérlendis og erlendis. Það er vonandi að það takist. Alltaf gaman þegar vel gengur, sama í hverju það nú annars er.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 14:36

26 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mig grunar að Soundspell eigi eftir að gera góða hluti. Ode to an umbrella var frábært byrjendaverk. Strákarnir hafa greinilega hæfileika og vonandi spila þeir vel úr þeim á næstu árum

Kristján Kristjánsson, 17.4.2008 kl. 14:46

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kiddi rokk. Takk fyrir það og ég er náttúrlega að þakka hér fyrir hlý orð í garð strákanna fyrir þeirra hönd. Það er heill hellingur af klárum krökkum hérlendis sem er nú þegar, og getur vel orðið, góð landkynning fyrir okkur. Og þar með mikil tekjulind fyrir alla sem hér búa, á einn eða annan hátt.

Frekar vil ég nú Björk en olíuhreinsistöð. Björk mengar töluvert minna og er á allan hátt mun betri landkynning fyrir okkur en slíkt apparat, sem getur eyðilagt okkar helstu tekjulind, fiskimiðin við landið, á einni nóttu. Og við höfum fengið hæsta verð fyrir fisk í heiminum vegna hreinnar ímyndar landsins og fiskimiðanna.

Þannig eru nokkrir Múgisynir mun betri fyrir Vestfirði en hundrað olíuhreinsunarkallar. Akureyringar fóru þá leið að setja háskóla á koppinn hjá sér og ekki er nú mikið vit í þeim skóla. Þar er innsti koppur í búri Trausti nokkur Þorsteinsson en ekki er það nú traustur maður. Hann sagði mér sem nemanda í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal að orðið "labba" væri útlenska og dró eitt prik frá hjá mér fyrir það atriði. En  þetta er bara tóm vitleysa hjá kallinum. Og þar að auki skrifaði ég "lalla" en ekki "labba".

En Akureyringar, og þeir fjörulallar allir, lifa þó þokkalega góðu lífi og reisa hvert húsið á fætur öðru. Bónus kominn í bæinn og önnur menningarstarfsemi. Hamborgarar með hreindýraketi seldir hverjum sem kaupa vill, þar sem áður voru prjónaðir hundrað þúsund treflar handa Rússum á hverju ári sem Lenín stóð fyrir sínu þar austur frá. Málning framleidd úr rússneskri olíu og svo seld til Rússlands.

Óli föðurbróðir stóð í þessum transportasjónum á rússneskri olíu á Hamrafellinu frá Batúmi í Svartahafinu. Og þar að auki sinni spúsu, henni Kötu frá Kislovodsk. Svo njósnaði hann hér um Kanana fyrir Rússana og um Rússana fyrir Kanana, og fékk pening frá báðum. Það voru veltiár.

En svo fór Lenín á hausinn með allar sínar kenningar. Og Akureyri þar með, en hún hafði byggst á kenningum Leníns í einu og öllu. Ítem Framsóknarflokkurinn, sem stofnað hafði af hugsjón langafi minn, hann Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, formaður SÍS, sem síðar endaði í gullkrönum forstjórans hér uppi í Laugarásnum.

Eitt sinn bauð ég Björk í mat til mín og hún boraði í nefið allan tímann. Þannig fólk verður heimsfrægt en ekki liðið sem kann borðsiðina og fer eftir þeim í einu og öllu. Slíkt fólk heimtar bara að hreinsa olíu fyrir Pútín og Óla frænda.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 17:17

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég setti inn nokkrar myndir af Alexander í myndaalbúmið hér.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 20:11

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Flottur strákur...(eða á maður kannski frekar að segja ungur maður?)...

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.4.2008 kl. 20:42

30 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Takk fyrir vinsemdina koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 20:49

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann varð 18 ára núna í febrúar, þannig að þú getur valið. Blink blink! Á þessu bloggi er bara fallegt og gáfað fólk á öllum aldri. "Það er mikil mæða hvað ég á ljót börn," sagði frú Jónfríður og dæsti. "Það er allt honum Arnljóti mínum að kenna."

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 20:58

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Knúsi knús, Alexandra, og takk sömuleiðis.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 21:01

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú alveg ástæðulaust að vera illa gefinn, frú Hallgerður. Þú komin út af nöfnu þinni langbrók, ef ég man rétt, og þar með dóttir þín líka, ef að líkum lætur. Einhvern tíma var ég að læra kerfisfræði í Svíþjóð. Eða hvort það var ker-fisk-fræði. Já, sennilega hefur það bara verið fiskeldi. Ætla nú samt að reyna að setja inn mynd af okkur Sasha saman núna á eftir.

Konur eru miklu gáfaðri en karlar, ef öll skynsemi þeirra er lögð saman og deilt í með fjöldanum. Ekki nokkur spurning.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 21:11

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Monthæna,

En strákurinn er föðurbetrúngur mikill, greinilega vel mæðraður.

Steingrímur Helgason, 17.4.2008 kl. 23:12

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rétt hjá þér, Steingrímur minn, enda hefurðu alltaf rétt fyrir þér, nema í þau fáu skipti sem þú hefur ekki rétt fyrir þér, sem er eiginlega bara alltaf.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 23:29

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar ég kynntist móðurinni var hún sjónvarpsþula en núna er hún bara kvikmyndagagnrýnandi. Það var því sjálfhætt með henni. Og Fram hefur farið aftur frá því að ég byrjaði að halda með þeim, og sömu sögu er að segja um Arsenal. Mér skilst að þeir séu grafnir í þessum haug þarna hjá þér á Hauganesinu.

En drengurinn er mikill föðurbetrungur. Það verður aldrei af honum skafið. Rétt er það, Steingrímur minn.

Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 23:57

37 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vertu bara hjartanlega velkominn til Prag.  Vonandi verð ég heimavið svo þú getið heimsótt okkur hingað í sveitina.

Takk á tékkamáli er dekvi, og poki er miklu auðveldara, taska.  En síðan koma sjö föll minn kæri vinur og þá fer málið að vandast plús Pragískan sem er algjört slang. 

Kveðja inn í vordaginn.

Ía Jóhannsdóttir, 18.4.2008 kl. 08:54

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk kærlega fyrir það, Ían mín (rýjan mín, eins og hún amma mín sagði). Og bara alla leið í sveitina?! Það er bara ekkert annað. En maður heimsækir nú ekki fólk án þess að gera boð á undan sér með þokkalega góðum fyrirvara. Það er ákaflega sjaldgæft að fólk sé heima hjá sér nú á dögum og gestir, sem kæmu óforvarindis, yrðu bara étnir af heimilishundinum.

Dekvi og taska?! Þá er skiljanlegt að Tékkarnir hafi ekki verið hrifnir af Rússunum og viljað losna við þá. En það er nú fallegt af Tékkunum að kalla pokana töskur og sýnir hlýhug þeirra í garð okkar Íslendinga og Svía. Eitt sumar leigði ég íbúð í tvo mánuði í Vanalinn, miðbæ Tallinn í Eistlandi, og lærði þar á daginn eistnesku og rússnesku af stelpu af rússneskum ættum, henni Kötu.

Rússneskar stelpur heita allar Kata. Og Kata reif sig alltaf upp um miðjar nætur til að ræna Eistana. "Af hverju ertu að ræna Eistana?" spurði ég Kötu eitt sinn si svona. "Það er af því að það er svo spennandi," sagði þá Kata. Rússnesk og eistnesk föll eru líka spennandi. Þau eru jafnmörg og vatnsföllin hér á Klakanum.

Er Vorið í Prag komið aftur? Ég kem þá þegar það er búið. Mér leiðist allt vopnaskak og rifrildi.

Þorsteinn Briem, 18.4.2008 kl. 10:49

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hallgerður mín Pétursdóttir. Þessi ítalska vinkona mín, hún Alice, sem ég kalla alltaf Alice in Wonderland þegar ég tala við hana, er í alþjóðlegum félagsskap undrabarna. Gríðarlega falleg og klár stelpa:

http://www.electrolite.altervista.org/

"And if you take one from three hundred and sixty-five, what remains?"

"Three hundred and sixty-four, of course."

Humpty Dumpty
looked doubtful. "I'd rather see that done on paper," he said.

Homme intelligent + femme intelligente = romance
Homme intelligent + femme bête = bon coup
Homme bête + femme intelligente = mariage
Homme bête + femme bête = grossesse

Þorsteinn Briem, 18.4.2008 kl. 11:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband