16.4.2008 | 13:28
Limra um leyfileg Mannanafnanefndarnöfn
Hún heitir Venus Þrá Hanna,
og hana ætti barasta að banna,
hún er of sexí,
ég henni vil rex'í,
og öll hennar innstu lög kanna.
Það er nú auðvelt að breyta lögunum um mannanöfn frá árinu 1996 þannig að þar komi einungis fram að eiginnafn megi "ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama", eins og fram kemur í 5. grein laganna, og leggja niður þessa nefnd, sem er sjálfsagt einsdæmi í heiminum. Alla vega væri gaman að fá upplýsingar um annað.
Dæmi um úrskurði Mannanafnanefndar frá febrúar í fyrra:
"Beiðni um eiginnafnið Hvannar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá."
"Beiðni um eiginnafnið Hedí (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess, Hedíar."
"Eiginnafnið Anya (kvk.) brýtur í bág við íslenskt málkerfi og getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Kvenmannsnafnið Anja er algengt í slavneskum málum, t.d. rússnesku, og mun hafa borist þaðan í önnur mál. Við umritun rússneskra nafna í latínustafróf er stuðst við reglur sem taka mið af framburði í hverju máli fyrir sig.
Í enskri umritun rússneskra nafna er j-hljóðið umritað með 'y' en í öðrum málum, líkt og íslensku, er yfirleitt ritað 'j'. Með hliðsjón af uppruna nafnsins væri því eðlilegt að rita 'Anja' á íslensku. Samkvæmt upplýsing-um frá Þjóðskrá eru tvær stúlkur skráðar með eiginnafnið Anya (fyrra nafn) og eru þær fæddar árin 2002 og 2006.
Báðar hafa öðlast íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Anya uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það."
Eftirfarandi nöfn eru hins vegar leyfileg hér, samkvæmt nefndinni:
Saxi Melrakki Snæringsson, Jeremías Engill Myrkvason, Aríel Þiðrandi Stormsson, Ljúfur Knörr Gjúkason og Þyrnir Fenrisson.
og hana ætti barasta að banna,
hún er of sexí,
ég henni vil rex'í,
og öll hennar innstu lög kanna.
Það er nú auðvelt að breyta lögunum um mannanöfn frá árinu 1996 þannig að þar komi einungis fram að eiginnafn megi "ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama", eins og fram kemur í 5. grein laganna, og leggja niður þessa nefnd, sem er sjálfsagt einsdæmi í heiminum. Alla vega væri gaman að fá upplýsingar um annað.
Dæmi um úrskurði Mannanafnanefndar frá febrúar í fyrra:
"Beiðni um eiginnafnið Hvannar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá."
"Beiðni um eiginnafnið Hedí (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess, Hedíar."
"Eiginnafnið Anya (kvk.) brýtur í bág við íslenskt málkerfi og getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Kvenmannsnafnið Anja er algengt í slavneskum málum, t.d. rússnesku, og mun hafa borist þaðan í önnur mál. Við umritun rússneskra nafna í latínustafróf er stuðst við reglur sem taka mið af framburði í hverju máli fyrir sig.
Í enskri umritun rússneskra nafna er j-hljóðið umritað með 'y' en í öðrum málum, líkt og íslensku, er yfirleitt ritað 'j'. Með hliðsjón af uppruna nafnsins væri því eðlilegt að rita 'Anja' á íslensku. Samkvæmt upplýsing-um frá Þjóðskrá eru tvær stúlkur skráðar með eiginnafnið Anya (fyrra nafn) og eru þær fæddar árin 2002 og 2006.
Báðar hafa öðlast íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Anya uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það."
Eftirfarandi nöfn eru hins vegar leyfileg hér, samkvæmt nefndinni:
Saxi Melrakki Snæringsson, Jeremías Engill Myrkvason, Aríel Þiðrandi Stormsson, Ljúfur Knörr Gjúkason og Þyrnir Fenrisson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
stórfurðulegt að þetta fyrirbæri, mannanafnanefnd, skuli vera til.
Brjánn Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 15:22
Ég hélt að mannanafnanefnd væri til að vernda börn frá því að vera nefnd furðulegum nöfnum?
Ása (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:58
Byltingin étur greinilega börnin sín, Brjánn og Ása Gréta.
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 18:15
er ekki orðið Knörr kvk ? hún knörrin.. æ ég veit ekki :) annars er mannanafnanefnd úrelt fyrirbrigði á tímum euro og komandi engilsaxnesku.
Óskar Þorkelsson, 16.4.2008 kl. 18:36
hvað eru mörg N í mannanafnanefnd :)
Óskar Þorkelsson, 16.4.2008 kl. 18:39
Skari. Það er víst hann knörrinn, um knörrinn, frá knerrinum, til knarrarins.
Þegar evran verður tekin upp sem gjaldmiðill hér í staðinn fyrir blessaða krónuna (kórónuna) verður að standa Euro á seðlunum og myntinni en við gætum haft mynd af Davíð Oddssyni seðlabankastjóra á henni.
Hins vegar getum við náttúrlega haldið áfram að tala um evru og enginn neyðir okkur jú til að segja Júróvisjón, frekar en Evróvisjón eða Evrusjón, en alls staðar heitir þessi keppni Eurovision, enda þótt Grikkir segi Evróvisjón og Frakkar Örovisjón.
Þegar útlendingur getur skammlaust sagt "Mannanafnanefndarnöfn" getur hann fengið íslenskan ríkisborgararétt.
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 19:11