Bláu augun þín

Það sem Klakapíur taka fyrst eftir hjá karlmönnum eru augun (51%), rassinn (9%), varirnar (8%), brjóstkassinn (4%), handleggirnir (4%) og hárið (3%).

Þannig að falleg augu og augnaráð skiptir mestu máli, strákar! Augnaliturinn skiptir hér litlu máli, held ég. Asíubúar og svertingjar eru yfirleitt bara með brún eða svört augu, þannig að ekki er nú mikið augnaúrvalið fyrir þá milljarða alla.

Hins vegar eru til svertingjar með blá augu en þeir eiga þá hvítan forföður. Arabar eru hins vegar hvítir og eru því sumir hverjir með blá eða græn augu. Ég er ýmist með brún, grá, svört, blá eða græn augu eftir því hvernig ljósið fellur á þau. Hins vegar gæti græneygða stelpan, sem þú sérð á barnum, verið með grænar linsur, þannig að maður má nú ekki vera mjög bláeygur þegar um augnalit er að ræða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mamma heitin skoðaði alltaf skóna þeirra fyrst. Ég er hinsvegar dálítið upptekin af höndum og herðabreidd...hehe. Ekki segja neinum Steini

Ragnheiður , 24.4.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Steini þetta er algjör vitleysa, ég tek alltaf fyrst eftir hárinu, enda er næstum vonlaust að ná augnsambandi við karlmann í dag, þeir eru alltaf að flýta sér....

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.4.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Ómar Ingi

Já skórnir eru voða vinsælir hef ég heyrt ?

Ómar Ingi, 24.4.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er nú með fínar hendur, Ragnheiður mín.Smámynd: Ragnheiður Kindurnar, sem ég hjálphaði í sauðburðinum í Skíðadalnum eru nú hrifnar af mér. Alla vega fæ ég alltaf helling af jólakortum frá þeim.

Gleðilegt sommar!

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, augnsambandið verður sífellt dýrara og erfitt að koma því um kring á þessum síðustu og verstu tímum, Guðrún mín Þóra. Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir Auðveldara og mun ódýrara að vera bara í símasambandi, til dæmis essemmessbandi.

Í boði Símans og Voðafóns.

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Gulli litli

Hvernig eiga linsurnar mínar að vera á litinn???

Gulli litli, 24.4.2008 kl. 22:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Maður á að spara og því á maður alltaf að vera í spariskónum, eins og Davíð frændi.

Þannig heillar maður ömmurnar, og sá sem heillar ekki ömmurnar, getur gleymt stelpunum, Omminn minn.Smámynd: Ómar Friðleifsson

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 22:41

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Trúlega best fyrir mig að vera í essmmessss sambandi þog fela mín brúnnu augu á bak við símann. verst þer eru orðnir svo þunnir þessir símar Steini.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.4.2008 kl. 22:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef linsurnar þínar matsa við hjólkoppana á Volvóinum þínum, ertu í góðum málum, Gulli minn litli.Smámynd: Gulli litli

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ennþá þynnri er nú svarti kvöldkjóllinn, sem þú kemur í til mín. Það þýðir nú lítið að reyna að fela eitthvað í honum, Guðrún mín Þóra.Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 22:56

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er steinhætt að horfa á karlmenn.........

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Segjum tvö, Greta mín Björg.Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 23:36

13 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er nú býsna sammála þessu. Augun koma pottétt fyrst. Held ég sé almennt sammála röðinni, nema hendur eru mikilvægari en handleggir. (Nema maður sjái þá í vöbbabolum og upphandleggsvöðvarnir flottir.)

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:37

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Bubbi er náttúrlegra flottari en Bjöggi, alla vega á bolnum, Stína mín.Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 23:41

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þvæla er þetta í þér drengur.  Hæðin, herðbreiddin, bungur á réttum stöðum, (aðallega við veskisvasann, þú dónahugsandi bírmari), snyrtilegur klæðaburður & burstaðir skór.

Að þessu gefnu eru þær máske til í að horfa í augun á þér & ef þau eru fagurblá sem mín þá fyrst taka þær eftir stinna botninum & restinni af 'anatómýunni'.

Hefur ekkert sem ég kenndi þér límst almennilega ?

Steingrímur Helgason, 24.4.2008 kl. 23:49

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hebbði náttúrlega átt að taka betur eftir þessu veski þínu, því þá hebbði ég nú verið snöggur að nappa því, Steingrímur minn.Smámynd: Steingrímur Helgason

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 23:55

17 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég er í djúpum úrgangi...er með eitt gerviauga....og sumir segja að það sé spegill sálar minnar... ó mig aumann...

Guðni Már Henningsson, 24.4.2008 kl. 23:59

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Karlmannlegur kjálki er soldið sexý, rassinn kíkir konan á, vöðvastæltir upphandleggir eiga það til að vera örvandi og svo er það rétti rakspírinn! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 00:06

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú bara spíralykt af sumum, Jóhanna mín.Smámynd: Jóhanna Magnúsar-og Völudóttir En ég nefni nú engin nöfn. Blink blink!

Þorsteinn Briem, 25.4.2008 kl. 00:30

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef nú aldrei botnað í því af hverju menn eru með tvö augu, Guðni minn Már.Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þorsteinn Briem, 25.4.2008 kl. 00:34

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég horfi á augun, tennurnar og hárið, ég þoli ekki yfirgreiðslur.  Skalli er flottari, og hreinar tennur   Ég get ekki horft framan í fólk með matseðil síðasta mánaðar, eða mánaða á tönnunum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2008 kl. 01:16

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þá ertu nú sennilega hrifnari af Bubba en Bjögga, Jóna mín Kolbrún.Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þorsteinn Briem, 25.4.2008 kl. 01:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband