16.4.2008 | 11:36
Olíumengun við Vestfirði getur lagt allt í rúst á einni nóttu
Það sem mælir helst gegn olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum er hætta á olíumengun við Vestfirði, en fyrir utan þá eru uppeldisstöðvar helstu nytjastofna á Íslandsmiðum. Hrygningarstöðvar þorsks eru aðallega við Suðurlandið og Suðvesturlandið, og þaðan berast afkvæmin með hafstraumum á Vestfjarðamið. Hafstraumarnir fara einnig norður fyrir landið, og þar með olía af Vestfjarðamiðum, ef ekki væri hægt að koma í veg fyrir að hún færi í sjóinn, til dæmis af tankskipum.
Hvort olíuhreinsunarstöð verður reist á Vestfjörðum, eða ekki, kemur því ekki einungis Vestfirðingum við, heldur landsmönnum öllum, því olíumengun við Vestfirði getur lagt stærstu nytjastofna okkar í rúst á einni nóttu. Og hingað til höfum við lifað af sjávarútvegi, bæði á Vestfjörðum og annars staðar á landinu.
Og þar sem ég sérhæfði mig í sjávarútvegsmálum á Morgunblaðinu, veiðum, vinnslu og markaðsmálum, og skrifaði um þau í mörg ár, ætti ég nú að vita eitthvað um þessi mál. Þar að auki hef ég unnið í rækjuverksmiðju í Hnífsdal, verið háseti á akureyrskum togara á Halamiðum, unnið í frystihúsi í Grindavík og hér í Reykjavík, saltfiskvinnslu á Akureyri, og róið á neta- og línubátum frá Grindavík.
Það skiptir minnstu máli hvað fyrirtækið heitir sem kæmi slíkri olíustöð á koppinn hér. Rússnesk fyrirtæki eru nú ekki meiri glæpafyrirtæki en til dæmis bandarísk og íslensk fyrirtæki, svona almennt séð að minnsta kosti. Er ekki verið að dæma íslensk olíufyrirtæki fyrir verðsamráð þessa dagana og sagði ekki fyrrverandi borgarstjóri hér af sér vegna þess máls? Og voru ekki einhverjir fundir í Öskjuhlíðinni vegna grænmetis? En minni mitt er lélegt.
Hvort olíuhreinsunarstöð verður reist á Vestfjörðum, eða ekki, kemur því ekki einungis Vestfirðingum við, heldur landsmönnum öllum, því olíumengun við Vestfirði getur lagt stærstu nytjastofna okkar í rúst á einni nóttu. Og hingað til höfum við lifað af sjávarútvegi, bæði á Vestfjörðum og annars staðar á landinu.
Og þar sem ég sérhæfði mig í sjávarútvegsmálum á Morgunblaðinu, veiðum, vinnslu og markaðsmálum, og skrifaði um þau í mörg ár, ætti ég nú að vita eitthvað um þessi mál. Þar að auki hef ég unnið í rækjuverksmiðju í Hnífsdal, verið háseti á akureyrskum togara á Halamiðum, unnið í frystihúsi í Grindavík og hér í Reykjavík, saltfiskvinnslu á Akureyri, og róið á neta- og línubátum frá Grindavík.
Það skiptir minnstu máli hvað fyrirtækið heitir sem kæmi slíkri olíustöð á koppinn hér. Rússnesk fyrirtæki eru nú ekki meiri glæpafyrirtæki en til dæmis bandarísk og íslensk fyrirtæki, svona almennt séð að minnsta kosti. Er ekki verið að dæma íslensk olíufyrirtæki fyrir verðsamráð þessa dagana og sagði ekki fyrrverandi borgarstjóri hér af sér vegna þess máls? Og voru ekki einhverjir fundir í Öskjuhlíðinni vegna grænmetis? En minni mitt er lélegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er vist sannleikurinn þótt ég gjarnan vildi sjá svo öfluga starfsemi fyrir vestan.
Takk fyrir bloggvináttu.
Halla Rut , 16.4.2008 kl. 18:02
Takk sömuleiðis, Halla mín Rut.
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 18:17
Tja, ekki veit ég hvort minni þitt sé lélegt, en gloppót er það, miðað við þína fjölbreittu ferilskrá úr sjávarútveginum. Ekki vil ég draga úr alvarleika þess ef olíumengunarslys verður við landið, en olía flýtur á sjónum en þorskur er botnfiskur svo það er hæpið að þorskstofninn hrynji. Loðna er að vísu uppsjávarfiskur en hún er nú lítið á Vestfjarðamiðum. En auðvitað er vistkerfið ein heild og erfitt að segja hver áhrifin yrðu á lífríkið fyrir vestan.
Það er hins vegar augljóst að andstæðingar olíuhreinsunarstövar fyrir vestan er nákvæmlega sama fólkið og mótmælir öllum virkjunaráformum á landinu og þ.a.l. allri stóriðju. Hræðsluáróður varðandi olíuslys er vopn í höndum þeirra sem það láta þeir ekki liggja ónotað. Það er hins vegar vita bitlaust, nema kannski í blá byrjun, sama hvað þeir rembast við að brýna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2008 kl. 02:23
Sæll Gunnar minn. Við skulum nú ekki gera lítið úr trúarbrögðunum. Fjöldi manna, bæði hérlendis og erlendis, hefur af þeim góðan starfa, til dæmis prestar og stjórnmálamenn. Og ekki mæli ég nú með því að blessað Gvendarbrunnavatnið verði "verndað" með því að hylja það með olíu, enda þótt hún kæmi til með að liggja ofan á vatninu. Og í sjónum lifa þeir sem neðar eru, til að mynda á botninum, á þeim sem ofar eru, öfugt við það sem gerist til dæmis í Framsóknarflokknum.
Þannig skiptir nú litlu máli hvar einhver á lögheimili og heimilisfesti í hafinu hér við land, uppi eða niðri, fyrir sunnan, vestan, norðan eða austan land. Sterkir hafstaumar liggja frá Suðurlandi og Suðvesturlandi, þar sem þorskurinn hrygnir aðallega, og norður fyrir land. Þorskurinn ferðast þannig með straumnum í stórum stíl frá vöggu til grafar frá suðurströndinni og norður fyrir land, enda þótt einhverjir sérvitringar í þeirra hópi kjósi að haga sér öðruvísi og tilkynna ekki aðsetur sitt á réttan hátt til Hagstofunnar.
"Við Ísland heldur loðnan sig í kalda sjónum fyrir norðan land megnið af ævinni en gengur þó í hlýsjóinn sunnan og suðvestan Íslands til hrygningar." "Við Ísland er ýsan allt í kringum landið. Mun meira er um hana við sunnan- og vestanvert landið en í kalda sjónum norðanlands og austan. Oft er og mikið um ýsu við Ingólfshöfða, Dyrhólaey og Vestmannaeyjar auk Faxaflóa, í Breiðafirði og við Ísafjarðardjúp." "Ufsinn er allt í kringum Ísland en mun algengari í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands en undan Norður- og Austurlandi." "Steinbítur er allt í kringum Ísland einkum við Vestfirði en einnig er hann býsna algengur víða fyrir austan land og sums staðar við Suðvestur- og Suðurland."
"Dæmi um fæðuþrep í hafinu við Ísland gæti verið á þessa leið: Sviflægir þörungar eru étnir af smásæjum sviflægum krabbadýrum, til dæmis ljósátu, sem er mikilvæg fæða margra fiskitegunda svo sem loðnu, en loðnan er mikilvæg fæða þorsksins, sérstaklega þorska á ákveðnu stærðarbili eða frá 20-70 cm á lengd. Ýmis stærri dýr og spendýr, þar á meðal maðurinn, éta svo þorskinn eins og kunnugt er.
Reyndar er réttara að kalla fæðukeðjuna frekar fæðuvef þar sem um mjög flókin fæðutengsl er að ræða hjá fjölmörgum lífverum, samanber til dæmis að aðrir þorskar eru umtalsverður hluti fæðunnar hjá hverjum þorski um sig.
Á vorin kemur yfirleitt svokallaður toppur í svifþörungaflóruna umhverfis landið og þá tekur allt vistkerfið kipp. Ef afkomubrestur verður hins vegar hjá þörungum þá minnkar fæða allra dýra í hafinu. Nýliðun bregst hjá fjölda dýrategunda, svo sem meðal krabbadýra, og það sama gildir um nýliðun þorsks og annarra nytjastofna í hafinu. Heildarframleiðni vistkerfis sjávar dregst saman og það skilar sér strax í minni verðmætasköpun íslensks sjávarútvegs sem er langmikilvægasta einstaka atvinnugreinin á Íslandi. Ef slíkt ástand í hafinu yrði til langframa mætti þess vegna búast við samdrætti og kreppu í efnahagslífinu."
Sjá Vísindavefinn og http://www.hafro.is/
Þorsteinn Briem, 17.4.2008 kl. 10:25