16.4.2008 | 09:46
Til varnar Óla frænda
Ólafur frændi minn Egilsson er nýkominn á eftirlaun í utanríkisþjónustunni, 72ja ára gamall í ár, og vill bara halda áfram að vinna. Hann hefur nú aldrei verið glæpon og vantar ekki aurinn. Telur olíustöð á Vestfjörðum vera Vestfirðingum fyrir bestu og það verður bara að leggja kalt mat á þá hugmynd, hvort hún er góð eða slæm fyrir landið allt, ekki bara Vestfirði.
Margir sjá einungis nytsemisfegurð náttúrunnar og þannig hefur Gunnar á Hlíðarenda trúlega verið að vísa til hennar og lagt græn tún á vogarskálarnar, en ekki urð og grjót, upp í mót, þegar hann sagði si svona: "Helvíti er Hlíðin smart. Ég fer ekki rassgat!" Ætli það hafi ekki verið Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur, og aðrir rómantíkerar, sem fundu upp rómantíska fegurð íslenska grjótsins.
Rómantísk fegurð Vestfjarða væri ekki til ef enginn maður hefði séð þá og fegurð af öllu tagi er einungis til í kollinum á okkur sjálfum. Þannig er fegurð Vestfjarða út um allan heim og ferðast með viðkomandi manni. Einhver Jónína Jónsdóttir gæti til að mynda haldið því fram að Akureyri sé fallegri en Hnífsdalur, en enda þótt ég hafi búið á þessum stöðum, er mér þessi skoðun hennar einskis virði. Jónína þessi hefur engan sérstakan rétt til að búa á einhverjum stað, bara af því að henni finnst staðurinn fallegur frá rómantískum sjónarhóli séð.
Og ég efast um að Gunnar á Hlíðarenda hafi séð annað en nytsemisfegurð í Hallgerði sinni langbrók. Hún og Bergþóra, kona Njáls á Bergþórshvoli, voru stórglæpamenn á nútíma mælikvarða, drápu menn fyrir hvor annarri, en samkvæmt Njálu var Bergþóra "drengur góður". Og hversu oft hefur ekki sést par hér á götum höfuðborgarinnar, sem ætla má að bestu manna yfirsýn að sé svona dæmigert nytsemispar, karlinn lítill og ljótur en konan ægifögur, samkvæmt vestfirskri mælistiku.
Og eins og Gunnar á Hlíðarenda sá nytsemisfegurðina í grænum túnum Hlíðarinnar sér Óli frændi sömu fegurð í ljósum olíustöðvar á Vestfjörðum. Aftur á móti kvæntist Óli mikilli fegurðardís, Rögnu Sverrisdóttur frá Akureyri, af Reykjahlíðarættinni, þannig að hann sér nú ekki bara nytsemisfegurðina í fólki og fyrirtækjum. Og enda þótt Óli frændi sé lögfræðingur, eins og flestir Brímarar, eru til þeir lögfræðingar sem greitt hafa lokka við Galtará.
Ég skal greiða
þér lokka
við Galtará,
gefa þér
anímónur,
allt sólskinið
í Súdan,
tunglskinið
á Ægissíðu
og hjarta mitt
á silfurfati,
ef þú fellur fram
og tilbiður mig.
Margir sjá einungis nytsemisfegurð náttúrunnar og þannig hefur Gunnar á Hlíðarenda trúlega verið að vísa til hennar og lagt græn tún á vogarskálarnar, en ekki urð og grjót, upp í mót, þegar hann sagði si svona: "Helvíti er Hlíðin smart. Ég fer ekki rassgat!" Ætli það hafi ekki verið Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur, og aðrir rómantíkerar, sem fundu upp rómantíska fegurð íslenska grjótsins.
Rómantísk fegurð Vestfjarða væri ekki til ef enginn maður hefði séð þá og fegurð af öllu tagi er einungis til í kollinum á okkur sjálfum. Þannig er fegurð Vestfjarða út um allan heim og ferðast með viðkomandi manni. Einhver Jónína Jónsdóttir gæti til að mynda haldið því fram að Akureyri sé fallegri en Hnífsdalur, en enda þótt ég hafi búið á þessum stöðum, er mér þessi skoðun hennar einskis virði. Jónína þessi hefur engan sérstakan rétt til að búa á einhverjum stað, bara af því að henni finnst staðurinn fallegur frá rómantískum sjónarhóli séð.
Og ég efast um að Gunnar á Hlíðarenda hafi séð annað en nytsemisfegurð í Hallgerði sinni langbrók. Hún og Bergþóra, kona Njáls á Bergþórshvoli, voru stórglæpamenn á nútíma mælikvarða, drápu menn fyrir hvor annarri, en samkvæmt Njálu var Bergþóra "drengur góður". Og hversu oft hefur ekki sést par hér á götum höfuðborgarinnar, sem ætla má að bestu manna yfirsýn að sé svona dæmigert nytsemispar, karlinn lítill og ljótur en konan ægifögur, samkvæmt vestfirskri mælistiku.
Og eins og Gunnar á Hlíðarenda sá nytsemisfegurðina í grænum túnum Hlíðarinnar sér Óli frændi sömu fegurð í ljósum olíustöðvar á Vestfjörðum. Aftur á móti kvæntist Óli mikilli fegurðardís, Rögnu Sverrisdóttur frá Akureyri, af Reykjahlíðarættinni, þannig að hann sér nú ekki bara nytsemisfegurðina í fólki og fyrirtækjum. Og enda þótt Óli frændi sé lögfræðingur, eins og flestir Brímarar, eru til þeir lögfræðingar sem greitt hafa lokka við Galtará.
Ég skal greiða
þér lokka
við Galtará,
gefa þér
anímónur,
allt sólskinið
í Súdan,
tunglskinið
á Ægissíðu
og hjarta mitt
á silfurfati,
ef þú fellur fram
og tilbiður mig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og ég sem hélt að bloggvináttubeiðnin hafi verið til þess að hafa mynd af mér á síðunni þinni! En gott hjá þér að taka áskorun minni frá því forðum og fara að blogga sjálfur.
Þú getur varið Óla frænda þangað til þú verður blár í framan, Steini minn Briem, en á meðan hann reynir að troða olíuhreinsunarstöð inn í íslenska náttúru flokkar hann í mínum huga sem... nei, ég ætla ekki að segja það upphátt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.4.2008 kl. 10:49
Óli frændi er svo langt frá því að vera glæpamaður sem nokkur getur verið, Lára mín Hanna, og það er í sjálfu sér engin þörf á að verja hann. Hvort hér verður reist olíuhreinsunarstöð, eða ekki, fer að sjálfsögðu eftir lögum hér. En við getum að sjálfsögðu "gantast með" að enginn þurfi að fara að lögum í þessum efnum, frekar en öðrum. Sprengt allt í loft upp. En ætli það verði nokkuð af því. Blink blink!
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 11:53
Ég vona að þessi umræða gangi sér til húðar sem fyrst.
Olíuhreinsunarstöð er næsti bær við eiturefnaverksmiðju eða Sellafield Íslands að mínu mati.
Aftur á móti er ég orðinn svolítið spenntur fyrir "hreinsunum" hér á landi, en þá í öðru tilliti og ólíku.
Eins og ég hef minnst á áður þá þekki ég Briema sem kaupmenn án allrar lögfræðiþekkingar. Og þessir Briemar seldu bæði bensín og olíu þannig að ættin er nú ekki laus við olíulykt. Og þetta voru vandaðir menn og varkárir. Hann Sverir heitinn Briem sem var bæði sonar-og fóstursonur þeirra Kristins og Kristínar sagði svo frá einu kvöldævintýri sínu með Löngumýrarmeyjum.
"Var það ekki gott hjá mér strákar; ég var með tveimur sama kvöldið og vissi hvorug af því?
Árni Gunnarsson, 16.4.2008 kl. 13:21
Þetta er nú ekkert, Árni minn Gunnarsson. En ég hef fundið það út að ég get ekki verið með fleiri stelpum en sjö í einu. Annars fer allt í vitleysu. Eitt sinn kúrði hjá mér stelpa á Akureyri en þá hringir önnur stelpa dyrabjöllunni og því góð ráð dýr. Ég brá því á það ráð að segja stelpunni, sem kúrði ennþá inni í herbergi, að ég þyrfti að drífa mig, ekki væri lengur til setunnar boðið og allt það, og fer með dyrabjöllustelpunni. Og fer að búa með henni.
Nokkru seinna var svo si svona óvæntur hjásvæfuhittingur hjá mér og kúristelpunni, sem þá var reyndar hætt að kúra (ég hafði kannað það mál sérstaklega nokkru eftir að ég var byrjaður með hinni stelpunni), og bitti nú! Gefur hún mér þá ekki kinnhest og fer eitthvað að tala um bogastrengi og ég veit ekki hvað. Ruglar sem sagt öllu saman, öldum saman. Nú nú, þá geri ég henni tilboð, sem hún gat hafnað en gerði ekki: "Hvað segirðu um að ég búi bara með þér í smástund sem skaðabætur og málið er dautt?" Og er ekki að orðlengja það að stelpan samþykkir þetta barasta umyrðalaust, Árni minn. Það held ég nú.
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 14:01
Ég veit nú ekkert um olíuhreinsunarstöðvar en Ólaf þekki ég og hann er mikill snillingur. Mér rennur seint úr minni að sjá sendiherrann standandi á miðju stofugólfinu í djúpum samræðum við kínverska ráðamenn á meðan hann sveiflaði rafmögnuðum flugnaspaða og grandaði hverri moskítóflugunni á fætur annarri. Það kemur smá blossi og hvellur í hvert skipti sem maður hittir flugu og sökum langra útlima Ólafs var þetta mjög skemmtilegt sjónarspil - en nauðsynlegt að sumarlagi í Pekíng :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 08:55
Takk kærlega fyrir þessa sögu, Gunnar minn Hrafn. Óli hefur væntanlega verið örlítið hærri en Kínverjarnir. Blink blink!
Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 13:25
Fríða Eyland, 24.4.2008 kl. 01:48