Hannes Hólmsteinn

REGLUR FYRIR HÁSKÓLA ÍSLANDS nr. 458/2000, GILDISTAKA 28. JÚNÍ 2000:

53. grein, Kennsla og kennsluhættir:

"Stúdentum er algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð."

"[Ofangreint ákvæði] þótti rétt að setja inn í ljósi reynslunnar þrátt fyrir að vitaskuld sé um sjálfsagðan hlut að ræða, að stúdentum ber að virða höfundarétt að hugverkum, sbr. ákvæði höfundalaga nr. 73/1972, og myndi það gilda án þessa ákvæðis í reglunum.

Þrátt fyrir að samþykkis rétthafa sé aflað er stúdent ekki heimilt að nýta sér hugverk annarra til að standa skil á verkefnavinnu. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt heimilt að vitna til hugverka í samræmi við fræðileg vinnubrögð, sbr. einnig 14. gr. höfundalaga. Verði kennari var við að stúdent hafi gerst brotlegur að þessu leyti gilda ákvæði 50. gr. þessara reglna um málsmeðferð."

50. grein, Agaviðurlög:

"Rektor getur veitt stúdent áminningu eða vikið honum úr háskólanum um tiltekinn tíma eða að fullu, ef hann hefur gerst sekur um brot á lögum eða öðrum reglum háskólans eða framkoma hans gagnvart starfsmönnum háskólans eða öðrum stúdentum er ósæmileg eða óhæfileg. Áður en ákvörðun um brottrekstur er tekin skal leita umsagnar háskóladeildar og gefa stúdent kost á að tjá sig um málið.

Stúdent er heimilt að skjóta ákvörðun rektors til áfrýjunarnefndar samkvæmt lögum um háskóla. Málskot frestar framkvæmd ákvörðunar rektors. Rektor getur að hæfilegum tíma liðnum heimilað stúdent sem vikið hefur verið að fullu úr skóla að skrá sig aftur til náms í háskólanum ef aðstæður hafa breyst. Stúdent er heimilt að skjóta synjun rektors um skráningu til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema.
"

http://www2.hi.is/page/reglurHI#53

Höfundalög, nr. 73/1972:

1. gr. Höfundur að bókmenntaverki eða listaverki á eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í lögum þessum greinir.

3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.

11. gr. Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.

14. gr. Heimil er tilvitnun í birt bókmenntaverk, þar á meðal leiksviðsverk, svo og birt kvikmyndaverk og tónverk, ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið.

43. gr. Höfundaréttur helst uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar.

54. gr. Fyrir brot á lögum þessum skal því aðeins refsa, að þau séu framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband