Breaking news: Sigurður Kári er af fátæku fólki kominn

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í ræðustól Alþingis í gær, væntanlega í tilefni af 1. maí, að hann sé af fátæku fólki kominn.

Við þessi tíðindi gerðist eftirfarandi:

Væntingavísitala Gallup hækkaði um 5%.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 10%.

Gengi íslensku krónunnar hækkaði um 7%.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Og ég er að minnsta kosti 12% hissari! Örugglega hissasti maðurinn á svæðinu...

Gulli litli, 1.5.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við horfum loks öll fram á bjartari tíma hér á Klakanum og nú geturðu komið heim frá Det dejlige Danmark, Gulli minn.

Ég vildi að afi hefði verið sauðaþjófur og amma stolið af þvottasnúrum.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég vorkenni honum ekkert við það, Hann hagar sér alltaf eins og hann sé af aðalsættum og eigi heiminn skuldlausann. Hann er í mínum huga afar ósjarmerandi maður. Tek það fram það er mitt mat, vonandi ekki margra annara.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.5.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góðar kveðjur Steini minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.5.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mitt mat líka, Guðrún Þóra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hvað er íslenskara en að kynna hverra manna maður er, ekkert athugavert við það, er 0% hneyksluð.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.5.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég get nú ekki heldur sagt að mér finnist hann Sigurður Kári sérstaklega sjarmerandi, hvorki sexúellt né á annan máta.

En það er aldrei neitt mark tekið á mér, hvorki í þessum efnum né öðrum.

Ég er hins vegar ekki hommi, þannig að það er kannski skiljanlegt. En ekki vantar nú tilboðin úr þeirri áttinni. Á minn sann!

Takk sömuleiðis, Linda mín Linnet!

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 20:40

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert sjálfsagðara en að rekja ættir sínar niðri á Alþingi en það er nú kannski óþarfi að leggja þar fram skattaskýrslur afa síns og ömmu, eða skrattaskýrslur, eins og hún amma mín kallaðir þær. Og hún amma mín kallaði nú ekki allt ömmu sína, Ester mín.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 20:46

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég held að ég sé 13% hissari

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 20:48

10 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Mikið er ég feginn að þú skulir vera hættur að blogga.

Guðni Már Henningsson, 1.5.2008 kl. 20:56

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er nú líka dáldið feginn, Guðni minn Már.

Karlmenn geta gert tvennt í einu, bloggað og hlustað á Rás 2.

En það þarf karlmenni til.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 21:02

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, annað eftir eyranu og hitt eftir hendinni, Búkolla mín. Blink blink!

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 21:29

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehheeh já við erum víst öll komin af sauðsvörtum almúganum.  Heyrðu kallinn varst þú ekki kominn í bloggfrí.  Stutt gaman skemmtilegt frí hefur það verið en gaman að fá þig aftur Steini stuð.

Ía Jóhannsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:01

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég get nú rakið ættir mína til mannsins sem byggði Alþingishúsið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:27

15 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er nefnilega rétt, við getum gert tvennt, jafnvel þrennt ef ekki fernt (kann ekki að segja femmt!) í einu....sext????

Guðni Már Henningsson, 2.5.2008 kl. 01:46

16 Smámynd: Gulli litli

Það eru óstaðfestar fréttir að það sé einn prestur innan um alla sauðaþjófana í ætt Gulla litla.....ég tek fram óstaðfest!

Gulli litli, 2.5.2008 kl. 07:10

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í bloggfríi og ekki í bloggfríi, ég er si svona á milli heims og helju, Ían mín.Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

En nú vilja allir eiga fátækan afa.


Á Alþingi í fyrradag:

- Afi minn er miklu fátækari en afi þinn!

- Nei, það er ekki satt!

- Víst! Afi minn er miklu fátækari en afi þinn! Þúsund sinnum hvað sem þú segir!

Þorsteinn Briem, 2.5.2008 kl. 10:30

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki að spyrja að afköstunum hjá Guðna mínum Má eftir að laun útvarpsstjóra voru hækkuð um 96% og hann látinn vera sjónvarpsþula á kveldin til að vinna fyrir kaupinu sínu. Nú er Guðni minn Már orðinn sex manna maki en þó ekki nema núll komma þriggja kvenna maki. En samt er hann makalaus og alveg makalaus þar að auki.

En góðar sjónvarpsþulur liggja nú ekki á lausu. Það veit ég, því ég bjó með einni um tíma og átti með henni barn. Skuldlaust.

En nú er hún bara kvikmyndafræðingur og -gagnrýnandi og því var sjálfhætt með henni.

Þorsteinn Briem, 2.5.2008 kl. 11:49

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég veit nú ekki hvort okkar er óuppaldara, Hallgerður mín,Smámynd: Hallgerður Pétursdóttir en samt átti ég fjórar mæður.

Ég bjó hér í Reykjavík hjá foreldrum mínum til sex ára aldurs og við vorum fjórir albræðurnir. Ég elstur. Einn dó sextán ára gamall úr krabbameini. Fyrir átti pabbi tvö börn með dóttur landstjóra Hollendinga á Súmötru og eftir að foreldrar mínir skildu átti mamma tvo stráka. Alls átti hún því sex stráka og pabbi átti líka sex börn, en samtals áttu þau átta börn.

Ég átti sem sagt þegar upp var staðið þrjá albræður, eina hálfsystur og þrjá hálfbræður. En mamma var nú kannski ekki eins og fólk er flest og týndi mér stundum hér í miðbænum. Þannig að ég lærði fljótt að standa á eigin fótum og koma mér heim sjálfur í strætó, fimm ára gamall. En falleg var hún mamma mín.

Ég var því sendur í sveit þegar foreldrar mínir skildu til ættingja minna í móðurætt fyrir norðan, í Skíðadalnum, þar sem ég gleymdist vegna allrar barnamergðarinnar hjá foreldrum mínum. Þar réðu þrjár húsmæður ríkjum, þar af ein þýsk, sem hataði Pólverja og var hrifin af Hitler.

Einungis ein þessara þriggja kvenna átti barn, stelpu sem var nokkrum árum eldri en ég, og ég varð eiginlega sonur þeirra allra þriggja. En þó með fullt sjálfstæði, þar sem ég var alltaf á leiðinni aftur til foreldra minna. Og í sveitinni lærði ég þýska nákvæmni, brjóta saman fötin ganz genau í ferðatöskuna fyrir heimavistina í Húsabakkaskóla, þar sem ég ól að einhverju leyti upp margan yngri krakkann.

Þorsteinn Briem, 2.5.2008 kl. 12:49

20 Smámynd: Ómar Ingi

Jæja þá

Ómar Ingi, 2.5.2008 kl. 17:17

21 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég þekki Sigurð Kára persónulega, og mér finnst hann hinn ágætasti drengur.

Og so what þó hann hafi sagt eitthvað svona.... af fátækum ertu kominn, að fátækum muntu verða.... eða er ég eitthvað að rugla saman setningum???

Mér finnst allavega algjörlega ástæðulaust að "eipa" yfir svona yfirlýsingum. Hann er kannski að reyna að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti, þar sem annar hver maður fæddist með silfurskeið í munni..... eða hvað???

Lilja G. Bolladóttir, 2.5.2008 kl. 21:45

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurður K. er bara að apa eftir Pétri Blöndal, held ég...

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:09

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og Davíð O.,...þeir Pétur eru báðir synir einstæðra mæðra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:10

24 Smámynd: Heidi Strand

Velkominn heim!

Heidi Strand, 2.5.2008 kl. 22:30

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tack detsamma, Heidi mín Strand!

Ég geri ráð fyrir að þú hafir brætt hjörtu Grænlendinga og allan Grænlandsjökul í forbifarten.

Alla vega hefur hækkað í hafinu hér í Skerjafirðinum, nema Tunglið sé farið að toga svona mikið í það.

Það nappaði útigrillinu mínu um daginn. Og kettinum líka. Hvorugt hefur alla vega látið sjá sig aftur.

Þorsteinn Briem, 2.5.2008 kl. 22:49

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lilja mín G. Þeir Grétar Mar og Sigurður Kári voru eitthvað að metast um það niðri á Alþingi í fyrradag hvor þeirra hefði átt fátækari afa og ömmur. Sigurður Kári sagði þar í ræðustól að Grétar Mar hefði átt ríkari afa og ömmur en hann hefði átt.

Að sjálfsögðu þykir mér mikið til koma og það sem menn segja í ræðustól Alþingis er náttúrlega fréttnæmt. Það eru meira að segja heilu og hálfu þingfréttaritararnir þarna niðurfrá og búa þar við gott atlæti, þó þeir fái kannski ekki pönnsur, eins og ég fékk hjá Halldóri Ásgrímssyni þegar við vorum að hlæja saman að Steingrími Hermannssyni.

Og auðvitað er Sigurður Kári hinn vænsti piltur. Það væri nú annað hvort.

Þorsteinn Briem, 2.5.2008 kl. 23:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband