Sparslað í sprungurnar

Spúsur gamlar sparsla,
í sprungur fyrir karlana,
fjandi góð sú forvarsla,
og forherðir líka jarlana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hafðu það gott og vertu ekki of lengi í burtu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.4.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var þetta svona örstutt hlé Steini minn  Hafðu það gott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sömuleiðis, stelpur mínar. Mér datt þetta si sona í hug út af einhverju Viagra-dæmi hjá honum Brjáni.

Annars er ég ennþá í bloggfríi.

Held ég.

Þorsteinn Briem, 30.4.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þú veist að haldið hefur magan svikið Steini minn.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.5.2008 kl. 00:46

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Haldið hefur magan svikið,

holdið það er veikt,

veginum mjóa útaf vikið,

varir rauðar sleikt.

Annars botna ég nú ekkert í hvað hún Guðrún Þóra er að meina...

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.5.2008 kl. 01:14

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hafðu það gott í fríinu, Steini undrabarn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.5.2008 kl. 01:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, hold ykkar er veikt, stelpur mínar.

Og takk fyrir vísuna. En það botnar enginn neitt í ykkur, frekar en fyrri daginn. Blink blink!

Og gleðilegan 1. maí, bæði kynin!

Eitt sinn stóðum við Steingrímur Helgason, Haugnesingur og Arsenalsinni, fyrir verkfalli hjá Securitas og fengum góða kauphækkun.

Og nú er eigandinn einn af ríkustu mönnum Íslands.

Á þessu sést að allir græða alveg helling á verkföllum.

Hjúkkurnar gengu líka út og svo gengu þær aftur inn.

Þá urðu allir glaðir. Hjúkkur eru sexí og sætar.

Og engin vill vera hjúkka sem gengur ekki út.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 11:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef nú bara verið með hjúkkum og læknum, kusa mín,Smámynd: Bukollabaular nema einni, sem var geislafræðingur, og hún hafði mika útgeislun.

Hvað eru mörg vindstig á Stórhöfða núna? Árni Johnsen nokkuð fokinn? Hver er snúningshringurinn á honum, heldurðu?

Sólskin í Vesturbænum og hér vorsól fögur skín.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 13:33

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Noh! Paradís er þá til eftir allt saman!

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 14:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef nú líka verið í Paradís. Það var verslunarmiðstöð í borginni Tula í Rússlandi.

Ég sagði afgreiðslustelpunum þar hversu mörg tré væru á Íslandi og helmingurinn af þeim væri innfluttur frá Kostroma, annarri borg þar skammt frá.

Þeim fannst það fyndið og vildu ólmar fara með mér út að borða.

Þetta er nú ekki allt sama Paradísin, Búkolla mín.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 14:27

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, þær eru nú margar Paradísirnar og ekki síður dísirnar, alla vega ein dís í hverri Paradís, Búkolla mín.

Bið að heilsa Árna Johnsen og ef hann vill ganga þurrum fótum á milli lands og Eyja getur hann alltaf keypt góðar vöðlur hjá honum Jóa byssusmið hér Í Vesturbænum. Hann kenndi mér úti í Breiðafjarðareyju sinni að skjóta af skammbyssum, rifflum og haglabyssum, ef Eyjapeyjarnir Árni Johnsen og Snorri í Betel myndu gera innrás hér í Vesturbæinn. Hálfbróðir Jóa, Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, kenndi mér hins vegar að skjóta af fallbyssu.

Megi sólin skína í þinn koll, allan snúningshringinn, Búkolla mín.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 15:09

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ertu semsagt kominn aftur úr fríinu? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 16:42

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er nú bara að kíkja svona smá á ykkur og tékka á því hvort þið hafið ekki saknað mín oggulítið, Lára mín Hanna.

Annars ligg ég hérna á ströndinni í Skerjafirðinum og sötra Sex on the Beach með Styrmi Gunnarssyni. Við erum að reyna að ná okkur í smá sólbrúnku áður en alvara lífsins hefst um miðjan mánuðinn.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 17:00

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Djúpir eru Atlantsálar en þó munu þeir væðir vera," sagði tröllskessan.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 19:54

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér finnst þú alltaf hálfu skemmtilegri þegar þú lýgur einhverju skemmtilegu, en þegar þú óvart segir eitthvað satt.

Rifa þetta upp í athugasemdakerfi,

Skamm, slæmur breimandi Bríemari..

En það er fyrstazdi Lenín, ég næ að fyrirgefa þér fyrir miðnætti..

Steingrímur Helgason, 1.5.2008 kl. 20:37

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sorrí, Steingrímur minn, allt verður að vera sannleikanum samkvæmt 1. maí. Lenín kallinn sagði aldrei ósatt og ekki fer ég þá að taka upp á þeim óskunda í dag, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 20:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband